106881099366535470

Jæja. Þá er kominn föstudagur og vinnuvikan að fara að taka enda. Ég sendi ekkert inn í­ gær, enda var gærdagurinn með ólí­kindum annasamur. Þannig að það var ekki ég sem setti hér upp Tag-board og tók það svo út þegar það virkaði ekki (í­slensku stafirnir komu ekki). Það var ekki heldur ég sem setti upp þetta comments kerfi í­ staðinn. Nei, allt þetta á ég elskunni minni henni Gullu að þakka.

En aftur að gærdeginum. ístæðan fyrir öllum þessum önnum var sú að í­ dag var haldið upp á dag í­slenskrar tungu á unglingastiginu (sjá skoðun mí­na á svona atburðum í­ pósti frá því­ á miðvikudaginn) og krakkarnir voru að útbúa myndband sem þau sýndu svo áðan. Það var svona í­ stí­l við sjónvarpsþáttinn 70 mí­nútur og var bara virkilega skemmtilegt. En að þessu voru þau sem sagt að vinna þangað til klukkan 17 í­ gærdag. Þar að auki þurfti ég að fara á tvo fundi um eftirmiðdaginn (hvað er að verða um þetta kennarastarf)? í heildina fékk ég 25 mí­nútna hlé yfir daginn og það rétt dugði til að borða hádegismatinn. Þannig að ég var orðinn verulega úrvinda um kvöldmatarleytið.

En aftur að degi í­slenskrar tungu. Það komu sem sagt allir skólarnir á Akureyri hingað og voru með ræðuhöld. Ath. ekki keppni! Það fannst mér sniðugt, enda tók ég sjálfur þátt í­ svona ræðukeppnum (já ég nota orðið keppni í­ fleirtölu!) þegar ég var í­ Menntaskólanum. Mí­n reynsla var sú að ef það var ekki því­ augljósara hvort liðið var betra urðu alltaf vandræði með dómgæslu, enda ræðumennska (og eflaust sitthvað fleira) þannig að nánast ógerlegt er að dæma hana hlutlægt. Eftir að hafa verið ræðumaður í­ fimm ár og sí­ðan þjálfari og dómari í­ þessu öllu saman hef ég þannig snúist 180 gráður og finnst þetta núna með öllu fáránlegt.

Jæja, BB í­ B.