Ég nenni eiginlega ekki að blogga í dag. Mér datt eitthvað frábært í hug í hádeginu sem ég var að hugsa um að blogga um en núna er ég búinn að gleyma því svo það getur ekki hafa verið svo frábært. Svo eru að fara að byrja próf í skólanum sem ég á eftir að semja, sitja yfir og fara svo yfir. þar að auki á ég eftir að fara yfir helling af verkefnum og prófum sem eru eflaust farin að halda að þau hafi fundið sér varanlegan samastað í töskunni minni. Og þar að auki eiga 9. bekkingarnir að skila bókmenntaritgerðinni á morgun. Næstu vikur verða sem sagt heimavinnuvikur. Ekki hjá nemendum, hjá mér. Jæja best að hætta þessu væli. Lífið er dásamlegt! A.m.k. verður maður að reyna að telja sjálfum sér trú um það. BBíB.