107326558529620089

Ég horfði á Sifur Egils í­ dag og hafði bara gaman að. Samt er erfitt að skilja af hverju sumir þeir sem hann fékk til að vera álitsgjafa um persónur og atburði ársins 2003 voru þarna. Það er eitthvað svo fyrirsjáanlegt hvað fólk sem er nátengt stjórnmálaflokkunum segir. „Stjarna ársins er án efa Daví­ð Oddsson“ segir Gulli busi. „Halldór ísgrí­msson“ segir Framsóknarkálfurinn. „írni Þór Sigurðsson“ segir sá Vinstri-Græni og notar tækifærið um leið til að kasta smá skí­t á Ingibjörgu Sólrúnu (eftir allt sem hún hefur gert fyrir þann flokk í­ Reykjaví­k (m.a. að gera umræddan írna Þór að forseta borgarstjórnar)). Það er mun athyglisverðara sem þeir segja sem ekki eru flokksgæðingar. Gagnrýni Kolbrúnar Bergþórsdóttur á Ingibjörgu var mun beittari og þar að auki rétt. Þó ég búist við að fæstir flokksfélagar mí­nir séu sammála því­.

Svo hringdi Oddur leikstjóri í­ mig korter yfir átta og spurði hversvegna ég væri ekki á æfingu. Satt að segja var ég búinn að steingleyma þessari æfingu. Freyvangsleikhúsið er að fara að setja upp Ronju ræningjadóttur og ég leik einn ræningjann. Þann sem heitir Bersi og stamar. Annars hef ég hvorki lesið bókina né séð bí­ómyndina þannig að ég er ekki alveg inni í­ stemmingunni í­ þessu leikriti. Verð lí­klega að fara að lagfæra þetta. Skömm að því­ að hafa ekki lesið allt sem Astrid Lindgren hefur skrifað í­ rauninni.

Á morgun er svo jólafrí­ið búið og undirbúningsdagur í­ vinnunni. Man því­ miður ekki hvort við áttum að mæta kl. 8 eða 9. Ætli ég mæti ekki bara kl. 8. Það er svo sem nóg að gera ef kennarafundurinn byrjar ekki fyrr en 9. Á þessari önn ætla ég að reyna að auðvelda mér starfið ögn með því­ að hafa lengri tí­ma á milli þess að ég met nemendur. Ég hef verið að gera það á hálfs mánaðar fresti fyrir jól en ég held ég láti nægja að gera það mánaðarlega eftir jól. Nemendur eru búnir að fatta það núna að ég geri kröfur og er ekki hræddur við að gefa 1 eða 2 í­ einkunn ef menn hafa ekki unnið fyrir meiru.

Ég er loksins búinn að koma mér niður á nokkur áramótaheit. Þau gilda samt ekki nema í­ þrjá mánuði. Það er auðveldara að taka í­ hnakkadrambið á sér og halda út þrjá frekar en tólf. Um mánaðarmótin mars-aprí­l verð ég svo bara að skoða þau upp á nýtt, endurnýja eða breyta. Það er orðin hefð hjá mér að setja mér áramótaheit en með þessum aðgerðum með þriggja mánaðaheitin er ég að hugsa um að breyta þeirri hefð að brjóta þau á fyrsta ársfjórðungi. Jæja, nóg af bulli. Hér eru heitin:

1. Ég ætla að fara að borða hollari mat. (Ekkert sælgæti, engar millimáltí­ðir, nóg af grænmeti með matnum o.s.frv.).
2. Ég ætla að hætta að eyða svona miklum tí­ma á netinu. (Einn klukkutí­mi á dag er alveg nóg).
3. Ég ætla að vera þolinmóðari við leiðinlegt og vitlaust fólk. (Fyrst ætlaði ég að hafa þetta að reyna að sjá það góða í­ öllum, en svo varð mér hugsað til nokkurra einstaklinga og sá að ég gæti ekki staðið við það).
4. Ég ætla að standa við þessi heit a.m.k. út marsmánuð en þá verða þau tekin til athugunar og endurskoðunar.

Jæja, nú ætla ég að fara í­ bað, lesa, fara í­ göngutúr, spila tölvuleik og fara svo að sofa um fjögur. Bleees…