Þá hefur maður bara ekki bloggað í eina og hálfa viku. Svona blogglægðir geta stafað af tveimur ástæðum. Annað hvort hefur maður verið svo down að maður hefur ekki haft sig í að blogga eða þá að það hefur verið svo mikið að gera að maður hefur einfaldlega ekki komist í það og ekki nennt því þegar maður loks hafði tíma. Sem betur fer er um síðari ástæðuna að ræða hjá mér. Svo er nefnilega mál með vexti að árshátíð skólans er að nálgast og ég hef verið með leiklistina á mínum herðum alla eftirmiðdaga síðustu vikur og hef bara ekki haft kraft í að blogga eitthvað. Svo eru strákarnir mínir búnir að vera veikir og konan líka. Kvöldin hafa svo farið í að skoða íbúðir og horfa á 70 mínútur. Mikil skelfing var að fá þetta Popp Tíví hingað á Akureyri. Nú eru öll kvöld milli 10 og 1/2 12 upptekin. Maður er farinn að missa af Jay Leno út af þessu! Ég hef ekki einu sinni komist í að blogga kvöldmatinn en hef þó munað eftir að taka myndirnar. Ég skelli þeim inn í kvöld eða á morgun. Á föstudaginn síðasta gerðist líka svolítið skemmtilegt. Það var hringt í mig og ég spurður hvort ég vildi vera „memm“ á spilakvöld. Það var ég til í. Man ekki hvenær var síðast hringt í mig og ég spurður hvort ég væri til í að koma út að leika. Við spiluðum Kana langt fram á nótt úti í sveit og ég vann!!! Þeir biðja mig örugglega aldrei að spila aftur. Svo var ég að sækja um vinnu í dag. Það var nú kannski ekki gert af mikilli bjartsýni þar sem ég hef litla sem enga reynslu á viðkomandi sviði en við verðum bara að sjá til. Læt vita síðar hvernig það gengur.
BBíB