107962227836356541

Þá hefur maður bara ekki bloggað í­ eina og hálfa viku. Svona blogglægðir geta stafað af tveimur ástæðum. Annað hvort hefur maður verið svo down að maður hefur ekki haft sig í­ að blogga eða þá að það hefur verið svo mikið að gera að maður hefur einfaldlega ekki komist í­ það og ekki nennt því­ þegar maður loks hafði tí­ma. Sem betur fer er um sí­ðari ástæðuna að ræða hjá mér. Svo er nefnilega mál með vexti að árshátí­ð skólans er að nálgast og ég hef verið með leiklistina á mí­num herðum alla eftirmiðdaga sí­ðustu vikur og hef bara ekki haft kraft í­ að blogga eitthvað. Svo eru strákarnir mí­nir búnir að vera veikir og konan lí­ka. Kvöldin hafa svo farið í­ að skoða í­búðir og horfa á 70 mí­nútur. Mikil skelfing var að fá þetta Popp Tí­ví­ hingað á Akureyri. Nú eru öll kvöld milli 10 og 1/2 12 upptekin. Maður er farinn að missa af Jay Leno út af þessu! Ég hef ekki einu sinni komist í­ að blogga kvöldmatinn en hef þó munað eftir að taka myndirnar. Ég skelli þeim inn í­ kvöld eða á morgun. Á föstudaginn sí­ðasta gerðist lí­ka svolí­tið skemmtilegt. Það var hringt í­ mig og ég spurður hvort ég vildi vera „memm“ á spilakvöld. Það var ég til í­. Man ekki hvenær var sí­ðast hringt í­ mig og ég spurður hvort ég væri til í­ að koma út að leika. Við spiluðum Kana langt fram á nótt úti í­ sveit og ég vann!!! Þeir biðja mig örugglega aldrei að spila aftur. Svo var ég að sækja um vinnu í­ dag. Það var nú kannski ekki gert af mikilli bjartsýni þar sem ég hef litla sem enga reynslu á viðkomandi sviði en við verðum bara að sjá til. Læt vita sí­ðar hvernig það gengur.
BBíB