107982268295015097

Ekki mikið að frétta hérna norðan yfir heiðar. Ég er búinn að vera á fullu að færa skattframtalið. Sá svo að það var kominn einhver nýr hnappur inn á þetta hjá RSK -útreikningur- svo ég ýtti á hann og þá var mér sagt að ég þyrfti að borga 46 þúsund í­ skatt. Það finnst mér mikið miðað við hvað ég er fátækur. Á eiginlega bágt með að trúa þessu.

íðan skutlaði ég svo tengdaforeldrunum, mági mí­num og kærustunni hans í­ eitthvað St. Patrick’s day partý inn í­ Eyjafjörð. Verð svo að halda mér vakandi eitthvað fram á nótt til að sækja þau. Þau eiga það nú alveg inni hjá mér eftir allt sem þau hafa gert fyrir okkur hjónakornin. Þótt furðulegt sé hef ég ekkert meira að segja núna. Ætla bara að fara að klára skattframtalið, snyrta á mér skeggið og útbúa kjötskrokk sem á annað hvort að vera af gömlum sjálfdauðum hrúti eða ungu nauti.