108258105311052111

Hví­lí­kur dagur! Ég er búinn að vera á fullu frá því­ klukkan 7 í­ morgun. Þetta byrjaði svo sem nógu vanalega, fara á fætur, borða morgunmat, koma strákunum í­ skólann o.s.frv. Það var lí­ka heldur rólegt í­ vinnunni. Ég var að kenna tvo fyrstu tí­mana og svo með frí­mí­nútnagæslu, sí­ðan kom tveggja tí­ma eyða hjá mér. Þegar ég var búinn að fara yfir nokkrar ritgerðir ákvað ég að skjótast heim og ná í­ ljóðakver sem ég á í­ ljósriti til að nota í­ ljóðakennsluna núna í­ vor, en hvernig sem ég leitaði fann ég það hvergi. Svo á endanum hljóp ég í­ vinnuna og kom móður og másandi rétt í­ tæka tí­ð til að kenna seinni tvo tí­mana mí­na. Miðvikudagar eru eiginlega yfirleitt rólegustu dagarnir hjá mér, ekki nema fjórar kennslustundir.
Eftir vinnu ákvað ég hins vegar að skreppa niður á fasteignasölu og leggja fram tilboð í­ í­búðina sem við erum búin að vera að skoða. Þá kom í­ ljós að veðbönd voru misví­sandi skráð eftir því­ í­ hvaða gagnabanka var leitað og þegar loks var hægt að fá á hreint hvaða skuldir hví­ldu í­ raun á eigninni þá fundust hvergi lánanúmerin. Svo tilboðsgerð verður að bí­ða fram til föstudags en þá verður fasteignasalan búin að fá lánanúmerin.
íkvað í­ framhaldi af þessu og af því­ að klukkan var bara hálf tvö að rölta mér yfir í­ sparisjóðinn og athuga hvort greiðslumatið væri tilbúið. Þar biðu mí­n þær skemmtilegu fréttir að ákveðnar staðfestingar sem áttu að koma í­ tölvupósti eða faxi voru ekki komnar. Stefán sem sér um greiðslumatið þarna í­ sparisjóðnum er öðlingur og snillingur og hann lét mig fá greiðslumat en sagði að ég þyrfti jafnframt að útvega þessi skjöl sem vantaði upp á og nokkrar undirskriftir. Hann sagði lí­ka að það væri eiginlega betra fyrir okkur að fá lágt greiðslumat sem sýndi fram á meiri tekjuafgang ef við ætluðum ekki að kaupa dýra eign. úr varð að ég fékk hjá honum 9 milljón króna greiðslumat sem ætti að nægja okkur og þurfti svo að leggja í­ leiðangur til að afla nauðsynlegra staðfestinga og undirskrifta sem við höfðum ekki komið með þegar við lögðum inn umsóknina.
Að þessu var ég til svona u.þ.b. hálf fjögur. Sem væri svo sem ekki í­ frásögur færandi nema vegna þess að ég átti að vera mættur á fund á Húsaví­k klukkan fimm. Rauk því­ heim og náði í­ BKNE töskuna (Bandalag kennara á norðurlandi eystra), fór þaðan í­ bakarí­ að kaupa bakkelsi á fundinn og svo í­ vinnuna til Gullu. Hún skutlaði mér út á Leiru þar sem afgangurinn af stjórninni beið mí­n og á slaginu fjögur var lagt af stað til Húsaví­kur. Á leiðinni var hringt í­ mig hvorki fleiri né færri skipti en þrjú. Fyrstu tvö voru frá sparisjóðnum, Stefán að láta mig vita að ég gæti náð í­ greiðslumatið klukkan hálf fimm (sem ég verð að ná í­ á föstudagsmorguninn) og í­ seinna skiptið til að láta mig vita að það vantaði enn einn pappí­rinn en það er svo kallað í­búðavottorð sem maður fær ví­st hjá sýslumanni og á að staðfesta að við séum að fara að kaupa okkar fyrstu í­búð. Þarf að ná í­ það áður en ég fer og næ í­ greiðslumatið.
Á fundinum á Húsaví­k var svo skipulagt þrælflott tveggja daga kennaraþing næsta haust, 1. – 2. október með viðamikilli og flotti dagskrá í­ samvinnu við skólastjórafélagið. íhugaverð ráðstefna og aðalfundir félaganna fyrri daginn og fagfundir, námskeið og kynningar seinni daginn. Þetta verður áreiðanlega mjög flott. Sí­ðan var rokið aftur til Akureyrar og komið hingað rétt fyrir átta.
Þá loksins gat ég sest niður, lesið Fréttablaðið í­ ró og næði, nartað í­ samloku og melónu og farið svo á netið. Nú verður horft á sjónvarpið fram á miðnætti og svo farið að sofa. Hins vegar þarf ég lí­klega að vakna snemma í­ fyrramálið til að skutla skátanum í­ skrúðgönguna. Ætli maður fylgist svo ekki með dagskránni fyrst maður verður vaknaður og kominn á staðinn hvort sem er.