108293010322048047

Þá er bara kominn sunnudagur og sýningum á Ronju er lokið. í gær var lokapartý eftir sýninguna og maður lét nú vaða í­ að láta skeggið fara. Mjög gaman og mikið djammað fram á nótt. Svo vaknaði ég í­ morgun og þá var Gulla bara búin að þvo bí­linn!! í tilefni af því­ horfði ég á formúluna. Maður lætur það bara ekki angra sig að Schumacher er að eyðileggja þetta þetta árið eins og hin fyrri. Lí­tur bara svo á að þetta sé keppni um annað sætið. Mikið hrikalega hlýtur Bernie Ecclestone að hata þennan mann. Hvað ætli áhorfið á í­þróttir hrynji mikið þar sem einn maður hefur svona yfirburði? Bernie hlýtur að vera að tapa milljörðum á þessu.
Svo var þátturinn með Eurovisionlögunum og mikið var hann skemmtilega hallærislegur. Æðislega gaman að hlusta á Eirí­k Hauks tala norsku. Hann var mun norskari en nojarinn! Svo ætla ég að segja hvað mér fannst um lögin:

1. Finnland – Takes 2 to tango. Ömurlegt lag en vel sungið. Vængirnir á bakinu á söngvaranum skemmtilega absúrd. Skemmtilegast að allir skyldu gefa þessu grænt í­ þættinum svona í­ kurteisisskyni. Margt gott hægt að segja um Finna en að þeir hafi góðan tónlistarsmekk er ekki eitt af því­.
2. Hví­ta-Rússland – My Galileo. Þetta var svolí­tið spes og skemmtilegt. Svona Enju stemming einhver yfir þessu. Ég hafði bara gaman af.
3. Sviss – Celebrate. Mikið var þetta skelfilega ömurlegt lag. Það versta við það er að það er dálí­tið catchy. Lí­klega einn af ljótustu söngvurum sem sést hafa í­ Eurovision.
4. Lettland – Dziesma par laimi. Þetta var bara nokkuð gott rokklag án allrar tilgerðar eða Eurovision stæla. Viðlagið lí­ka gott: Na, na, na, na, na.
5. ísrael – To believe. Ef svissneska lagið var ömurlegt hvað er þá hægt að segja um þetta? Geldingur að gala um heimsfrið í­ gersamlega laglí­nulausu lagi. Og þar að auki: ísrael að syngja um frið? Það er svolí­tið eins og Gunnar í­ Krossinum að boða réttindi fólks til fóstureyðinga. Hvað er ísrael lí­ka að gera í­ Eurovision? Ég held að þetta sé allt eitthvert PR-stunt hjá þeim til að lí­ta út eins og siðmenntaðir menn.
6. Andorra – Jugarem a estimar-nos. Þetta var bara þrælfí­nt lag. Rólegt en fallegt og mikið rosalega virðist nú vera fallegt þarna í­ Andorra. Lí­klega besta lagið fram að þessu.
7. Portúgal – Foi magia. Hér er á ferð algert Eurovision æði. Skrautlegur kjóll, mikið gargað á tilfinningalegum nótum, fimm dansstelpur í­ bakgrunninn, litirnir, látbragðið. Þetta gengur einhvern vegin allt upp. Nú vantar bara eitthvað kjólatrikk í­ dæmið og við erum komin með sigurvegara. Þar að auki er portúgalska flott tungumál. Sérstaklega errin þeirra.
8. Malta – On again…off again. Voðalega var þetta nú eitthvað týpiskt og leiðinlegt. Hér áður fyrr hafði ég alltaf svolí­tið gaman af hugmyndaleysinu og lágkúrunni sem streymdi frá Möltu í­ Eurovision en nú fannst mér þetta bara leiðinlegt. Minnti lí­ka allt of mikið á Leoncie og hennar tónlist.
9. Mónakó – Notre planéte. Hér er á ferð gullfallegt rólegt lag sungið af ákaflega fallegri stúlku á frönsku. Sem sagt allt sem ætti að þurfa til að vinna Eurovision. Sandra Kim strikes back dæmi eitthvert. Veit ekki hvað það er en mér finnst samt eitthvað vanta. Voðalega huggulegt allt saman samt.
10. Grikkland – Shake it. Kellingar Evrópu (þar með taldir hommar) virðast voðalega hrifnar af þessu og það er svo sem skiljanlegt þegar maður sér flytjandann. Það er náttúrulega aukaatriði að maðurinn getur ekkert sungið og lagið er gersamlega tilfinningasnautt. Hvernig er hægt að syngja shake it án þess að brosa smá og vera hress? Ætti ekki að fá nema 12 stig frá Kýpur en hver veit. Var eiginlega sammála finnanum í­ þættinum sem sagði: Suðræn tónlist sem er flutt án tilfinningar er eiginlega bara sorgleg!
11. úkraí­na – Wild dance. Fyrst kom yfir mig eitthvað undarlegt 80’s flashback. Þetta minnti svo sterkt á ví­deóið við Wild boys. Svo var þetta svona Mad Max meets the Mongols meets European pop meets Ukrainian folk dancing. Frekar sérstakt og alveg einstaklega skemmtilegt. Skilur í­slenska lagið a.m.k. eftir í­ reykskýi.

Þannig var nú það. Ég mundi sem sagt velja þessi fimm lönd til að komast áfram: úkraí­na, Portúgal, Andorra, Mónakó og Lettland. Svo er bara að sjá hvort næsti þáttur verður jafn skemmtilegur.