108299940204845490

Nú er ég nýr maður. Búinn að láta klippa mig og er því­ bæði rakaður og klipptur, sætur og snyrtilegur. Núna bara bí­ður maður eftir að Jón ísgeir bjóði sig fram til forseta svo hann geti neitað að skrifa undir nýju fjölmiðlalögin. Ætli Ólafur Ragnar hafi dug í­ sér til að neita því­? Annars er svo sem ekkert mál fyrir Norðurljós að snúa sig út úr þessu. Þeir breyta bara Fréttablaðinu í­ sjö vikublöð. Mér skilst að nýju lögin nái ekki til þeirra. Annars er það ótrúlegt þegar einn maður getur vaðið svona uppi í­ samfélaginu með sí­n geðvonskuköst. Er virkilega ekkert öryggisákvæði í­ lögum um það hvernig hægt er að setja forsætisráðherra af reynist þeir ekki starfi sí­nu vaxnir. Komast menn bara upp með að ganga af göflunum og stjórna með túrkmenskum tilskipunum? Hvenær ætli „Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar“ verði skyldulesning í­ skólum og Daví­ð taki upp nafnið Dabbibashi? Ég veit að læknir á Kleppsspí­tala greindi eitt sinn Jónas frá Hriflu geðveikan. Er ekki hægt að koma Daví­ð í­ einhverja svona geðrannsókn lí­ka? Það hlýtur öllum að vera ljóst að maðurinn er genginn af göflunum. Lí­ka Igga Bármanns og öðrum sem ganga þvert gegn eigin samvisku til að eltast við veiluna í­ honum með smá von um mola af borðum valdsmannsins sem laun smeðjulátanna. Það eru svona menn sem verða fyrstir upp að veggnum þegar byltingin kemur en Daví­ð verður bara settur á hæli enda veikur greyið. Ég sagðist vera nýr maður ekki endilega betri.
Svo var ég að fara yfir ársfjórðungsheitin mí­n áðan og sé að mér hefur bara tekist að halda eitt þeirra. Þ.e. að vera þolinmóður í­ garð þeirra sem ég tel leiðinlega og vitlausa (sjá það sem að ofan stendur um Daví­ð Oddsson en þarna tel ég mig sýna honum mikla samúð með því­ að veita veikindum hans eftirtekt). íheitin um bætt mataræði og minni tí­ma á netinu hafa kolfallið. Reyndar minnist ég þar á klukkutí­ma á dag og það gæti svo sem verið nærri meðallagi. Jæja, eitt heiti af þremur er kannski ekki svo slæmt. Núna ætla ég að setja mér ný heit fyrir maí­ og júní­.

1. Ég ætla að vera þolinmóður í­ garð vitlausra og leiðinlegra (um að gera að endurnýta þetta fyrst það gekk svona vel).
2. Ég ætla að borða hollari mat (samt ekki eins strangt og áður. Grænmeti sem oftast og nammi sjaldan. Reyna að vera alltaf búinn að borða kvöldmat kl. 7 og borða ekki eftir það).
3. Ég ætla að finna þriðja atriðið fyrir mánaðarmótin.

Þá kveð ég að sinni því­ nú þarf ég að fara út í­ búð og elda kjúkling í­ kvöldmatinn.
P.S. tilboðinu okkar í­ í­búðina var hafnað en eigandinn ætlar að gera okkur gagntilboð á morgun.