108472494354627791

Jæja, þá er Eurovision búið og ég er bara sæmilega sáttur við úrslitin. Við vorum heppin að lenda ekki neðst með þetta lag okkar sem var eins og ég hef áður sagt sérstaklega óeftirminnilegt. úkraí­na vann eins og ég spáði og ég er hæstánægður með það. ínægðastur er ég þó með að hel…. laglausa hönkið frá Grikklandi skyldi ekki fara með sigur af hólmi. Ætla hérna að rifja upp spánna mí­na:
1. úkraí­na
2. Sví­þjóð
3. Grikkland
4. Tyrkland
5. Kýpur
6. Albaní­a
úrslitin urðu svo svona:
1. úkraí­na
2. Júgóslaví­a (Serbí­a-Svartfjallaland)
3. Grikkland
4. Tyrkland
5. Kýpur
6. Sví­þjóð
7. Albaní­a
Þannig að ég virðist hafa verið frekar sannspár. Spáði rétt um 1., 3., 4. og 5. sæti, hafði Sví­ana fjórum sætum of ofarlega og Albanina einu sæti. Þannig: GOTT HJÁ MÉR!!

Svo er Iðnaðarráðherra búin að ráða fyrrum tugthúslim sem var fundinn sekur um umfangsmikinn fjárdrátt í­ stjórn Rarik. Hef ekki heyrt mikinn ramagrátur út af því­, en sjálfum finnst mér þetta hneykslanlegt.

Gulla var að setja upp nýja bloggsí­ðu tengda nýja húsinu okkar. Hún er hér. Ætli ég setji ekki link inn á hana hér til hliðar sí­ðar.

P.S. Greniví­k er ákaflega sætt og huggulegt þorp.