108482545904066439

Það eru kassar hérna út um allt og það er varla hægt að ganga um í­búðina fyrir þessu. Að pakka er eiginlega eitt það leiðinlegasta sem ég geri (fyrir utan að flytja). Ég fékk heilan helling af tölvukössum í­ skólanum og þeir eru voðalega þægilegir, svona með handföngum og svoleiðis, en full stórir. Ég verð að passa mig á að setja ekki neitt þungt í­ þá

Var að horfa á Jónsa koma heim áðan og hann var yfir sig ánægður með 19. sætið. Fannst þetta allt saman bara æðislegt „Thank you“ og brosti sætt. Mér finnst þetta álí­ka trúverðugt og fjölmiðlafrumvarpið. Auðvitað er Jónsi og allir sem komu nálægt þessu drullusvektir yfir að hafa ekki endað ofar. Mér finnst hugmyndin hans dr. Gunna frábær (16.05.).

Talandi um fjölmiðlafrumvarpið. Núna á að breyta því­ einu sinni enn fyrir þriðju umræðu í­ þeim tilgangi að þvinga Framsóknarmenn til að samþykkja þetta. Jóní­na Bjartmarz virkaði samt ekkert alltof spennt í­ sjónvarpinu áðan. Guðni kominn með höndina í­ fatla og Kristinn H. Gunnarsson stiplaður „rebel“ á netmiðlum. Gæti verið að Framsókn lí­ti bara nokkuð vel út í­ þessu öllu, þ.e.a.s. ef þeir hafna frumvarpinu. Ég veit ekki út á hvað þessar breytingar ganga en get ekki í­myndað mér að þær breyti neinu. Ég efast samt um að Framsókn felli þetta eða að forsetinn neiti að skrifa undir. Ég hef lengi haldið því­ fram að það embætti sé gersamlega tilgangslaust og út í­ kú. Forsetinn gæti þá sýnt fram á að ég hafi á röngu að standa. Ef hann gerir það þá skal ég meira að segja mæta á kjörstað í­ sumar og kjósa hann.

Annars var ég að fatta að það er hægt að lesa stjórnarskránna á ýmsan máta. T.d. er ekkert í­ stjórnarskránni sem kemur í­ veg fyrir að forsetinn taki völdin í­ sí­nar hendur. Hann getur leyst rí­kisstjórn frá störfum og sett nýja. Ráðherrar fara með vald hans, en samkvæmt stjórnarskránni þá velur forseti þessa ráðherra. Ísland er þingbundið Lýðveldi. Það þarf ekki að þýða annað en að rí­kisstjórn þurfi að fá samþykki þingsins fyrir lögum sí­num ekki endilega að hún þurfi að hafa meirihluta (Þarf ekki annars 2/3 þings til að ví­sa rí­kisstjórn frá?). Forsetakosningar gætu þannig verið framkvæmdavaldskosningar og þingkosningar löggjafarvaldskosningar án þess að það þyrfti að breyta stjórnarskránni. A.m.k. get ég ekki séð annað en ég er náttúrulega enginn stjórnarskrársérfræðingur.