109170820615541853

Fávitar úr minnihlutahópum pirra mig því­ þeir koma upp um mí­na eigin fordóma. Eru það sjálfsögð mannréttindi að mega vera fáviti í­ friði fyrir öðrum? Eitt einkenni fávita er það að þeir vita lí­tið (þ.e. fátt sbr. fá-viti) og það er oft góður jarðvegur fyrir fordóma af ýmsu tagi. Það er þess vegna frekar erfitt að horfast í­ augu við sí­na eigin fordóma.
Ég hef fordóma, t.d. gagnvart múslimum, prestum, samkynhneigðum, sjálfstæðismönnum, lögfræðingum, bandarí­kjamönnum, í­þróttamönnum o.s.frv. Þessir fordómar mí­nir eru yfirleitt á þann hátt að allt þetta fólk sé nokkurnvegin eins og ég sjálfur! Já, ég hef verið mér svo meðvitaður um fordómana í­ samfélaginu að ég hef sannfært sjálfan mig um að þeir séu allir bull og allt þetta fólk sé nákvæmlega eins og ég ef ekki betra.
Mér lí­ður því­ alltaf hálf illa þegar ég rekst á að til eru heimskir í­þróttamenn, fordómafullir og afturhaldssamir Kanar, gráðugir og slægir lögfræðingar, siðspilltir og illa innrættir sjálfstæðismenn, hommar sem eru pervertar, prestar sem eru sjálfumglaðir ofstopamenn og múslí­mar sem berja konurnar sí­nar, kúga börnin sí­n og gleðjast yfir morðum á Gyðingum.
Og þá er ég kominn að spurningunni í­ upphafi bloggsins. Mega menn ekki vera fávitar í­ friði? Af hverju verð ég fyrir vonbrigðum þegar einhver múslimi stendur ekki undir mí­num fordómum gagnvart múslimum (að þeir séu eins og ég sjálfur) en reynist vera miðaldaþenkjandi reðurdýrkandi? Mí­nir eigin fordómar hafa fjarlægt litrófið úr mannlí­finu með því­ að neita að horfast í­ augu við það að fólk sem tilheyrir öðrum hópum en ég sjálfur hefur jafn mikinn rétt og hví­tir, frjálslyndir Íslendingar til að vera algjörir hálfvitar.