109179364575657774

Það mætti halda að ég væri orðinn útileguóður. Fyrir tveimur vikum var ég á ættarmóti undir Akrafjalli og nú er stefnt á nýja útilegu en í­ þetta sinn með fjölskyldu konunnar. Við leggjum í­ hann núna bara í­ eftirmiðdaginn þennan fallega frjádag. Það lá nú samt við að ég hætti við í­ gær.
Svo er nefnilega mál með vexti að startarinn í­ bí­lnum er bilaður og hann þess vegna á verkstæði. Ég ákvað nú samt í­ þessu dásamlega þórsdagsveðri að rölta mér út á Glerártorg og kaupa mér vindsæng. ístæðan fyrir nýlegri útilegujákvæðni minni er sem sagt sú að ég uppgötvaði að það er mun betra að sofa á vindsæng en svona einangrunardýnu. En þá voru vindsængurnar í­ Rúmfatalagernum náttúrulega búnar. Þá fór ég yfir í­ götuna í­ 66°norður en þar voru vindsængurnar lí­ka búnar. íkvað ég þá að sleppa því­ að fara í­ útileguna. Kemur þá til sögu tengdafaðir minn sem er rétt tæpir tveir metrar á hæð en á vindsæng sem er gefin upp sem 180 cm, en reyndist við mælingu vera 175. Hann ætlar s.s. að taka með sér svampdýnu í­ fullri stærð til að sofa á svo ég má nota vindsængina. Eina vandamálið núna er það að ég þoli ekki að sofa í­ svefnpoka. Þeir eru þröngir og ógeðslegir og hefta eðlilegar hreyfingar. Ég legg því­ þykkt rúmteppi ofan á vindsængina og sef svo bara með sæng og kodda. Vona bara að það verði ekki of kalt.

Bloggið sem ég ætlaði að skrifa um pirring minn á dýraverdunarsinnum sem mótmæla leðurnotkun o.s.frv. verður í­ styttra lagi og birtist hér innan sviga (Er betra að fleygja skinnunum af kúnum þegar búið er að slátra þeim en að nýta þau? Er betra að slátra bara öllum refum og minkum sem eru aldir vegna skinna þeirra og setja þannig þessa stofna í­ útrýmingarhættu en að skapa störf og menningu sem tryggir tilveru og viðgang þessara dýra?) enda var ég búinn að skrifa um svipað efni 1. aprí­l.