109199687314644888

Ég var einu sinni félagi í­ Heimdalli. Það var þegar Birgir írmannsson bauð sig fram til formanns. Við mættum þarna ræðuliðið til að kjósa hann. Eiginlega bara til að gera honum greiða. Svo lét ég annan kunningja minn innan Sjálfstæðisflokksins skrá mig úr honum (samt ekki fyrr en eftir að ég hafði notað tækifærið til að strika Ólaf G. Einarsson út af lista í­ prófkjöri í­ Reykjaneskjördæmi). Sí­ðan hef ég reynt að gleyma þessum hluta æsku minnar. Samt eru formannskosningar í­ Heimdalli alltaf ákaflega merkilegar og af einhverjum ástæðum þykja þær fréttaefni. Kannski vegna þeirrar skemmtilegu kosningasmölunar sem alltaf á sér stað í­ kringum þessar kosningar og afhjúpar innsta eðli Sjálfstæðisflokksins. Núna er bara einn í­ framboði og samt er búið að opna heimasí­ður, skrifa greinar útbúa auglýsingar og ég veit ekki hvað og hvað. Þetta verður flottasta sjálfkjör sögunnar. Nema hinn vængurinn bjóði lí­ka fram og ég verð að viðurkenna að mér lí­st betur á hann en þar mun vera á ferð Borgar Þór og Deigluliðið (sem ég held að sé einna skynsamast þessara hægrikrakka). Á móti mun vera Vef-Þjóðviljalið, Tí­kurlið o.s.frv. (s.s. vitleysingar!). Þetta er eiginlega Geirs-armurinn gegn Björns-arminum. Mér skilst að Björn hafi meira að segja haldið fund um daginn með sí­nu liði. Kannski til að kenna þeim að taka tapi. Hann er orðinn vanur því­ (eftir borgarstjórnarkosningar, sí­dví­nandi vinsældir og fjölmiðlamál). Undarlegt þetta kapp í­ fólki sem er ekki einu sinni búið að fá mótframboð. Það er næstum eins og þau búist við að tapa?

Bush og Kerry eru báðir asnar. Ég veit samt hvorn ég vildi sjá sem næsta forseta USA. Kerry er nefnilega lí­klega minni asni en Bush. Þetta er svolí­tið svipað og með Björn og Geir. Ég veit hvorn þeirra ég myndi velja sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins. The lesser of two evils. Það er nefnilega ólí­klegt að það verði hægt að kjósa Jóhönnu Sigurðardóttur þó hún sé mun betri kostur en þeir báðir.