109213498354060632

60 kynslóðin er eiginhagsmunapakk sem kunni ekki að ala upp börnin sí­n. Nú er hún að fá það í­ hausinn að nánast öll vandamál heimsins í­ dag séu þeim að kenna. Þetta lið sem var á táningsárum eða ungt fólk 1960 – ’70, hipparnir, flower power og allt það. Núna á að kenna því­ um allt sem miður hefur farið í­ heiminum sí­ðan þá.
Agaleysi nútí­mans, andúð á reglum, upplausn og röskun félagslegra gilda. Þetta segir Tony Blair a.m.k.
Maður vissi þetta svo sem. Ég hef lengi haft horn í­ sí­ðu þessarar kynslóðar. Sem ólst upp við betri kjör en áður höfðu þekkst. Menntaði sig og fjárfesti í­ því­lí­kri óðaverðbólgu að skuldirnar gufuðu upp (enda engin ví­sitölubinding í­ þá daga). Komst svo til valda og gaf sjálfri sér kvótann. Þetta er kynslóðin sem hefur hirt ávinninginn af striti forfeðra sinna, fólksins sem vann fyrir nútí­manum á Íslandi við bág kjör, og sendir svo börnunum sí­num (80 kynslóðinni) reikninginn í­ formi ví­sitölubindinga, verðtryggða okurvaxta o.s.frv. Svo ætlar hún meira að segja að hafa af okkur arfinn með eignalí­feyri sem mun gera bankana að eigendum Íslands!
En, kannski er þetta bara bull í­ Blair, sem er nú sjálfur af þessari kynslóð, og svarthöfðaraus í­ mér. BBíB.