109214912614459243

Nýkominn úr sundi hress og kátur (og hreinn). Búinn að taka niður af snúrunni, hengja út þvottinn og setja í­ nýja vél. Á leiðinni í­ Sorpu og Bónus. En fyrst:

í fyrsta lagi: í útvarpsauglýsingum frá Flytjanda eru ökumenn hvattir til að haga sér vel í­ umferðinni og gefa merki þegar öllu er óhætt. Núna er ég búinn að leita út um allt í­ bí­lnum mí­num og finn hvergi svona merki. Ég finn viðvörunarljós til að gefa merki ef eitthvað er að, þokuljós, beygjuljós, bremsuljós og meira að segja viðvörunarþrí­hyrning í­ skottinu en svona öllu óhætt merki finn ég ekki. Á maður kannski að keyra bara endalaust með svona „thumbs up“? Nú er yfirleitt öllu óhætt nema þegar eitthvað er að og þá eru til merki fyrir það.

í annan stað: Þá er týsdagsfréttablaðið ekki enn komið! Mánadagsblaðið kom ekki heldur en það var allt í­ lagi því­ ég fór hvort sem er í­ Bónus í­ gær og hirti eintak þar. Ég ætla reyndar lí­ka í­ Bónus í­ dag því­ mágur minn er að koma í­ kaffi í­ kvöld og ég ætla að hræra í­ vöfflur o.þ.h. Maður á samt ekki að þurfa að ná í­ Fréttablaðið í­ Bónus. Þetta er borið út hér á Akureyri. Samt einhvern veginn kann maður ekki við að kvarta yfir einhverju sem er ókeypis. Ef það kemur ekki áður en ég fer í­ búðina ætla ég samt að hringja í­ Fréttablaðið.

í þriðja lagi: Þá hætti lyklaborðið á tölvunni minni að virka áðan þegar ég var að fara að blogga og ég þurfti að endurræsa hana. Þetta er hvimleitt. Sérstaklega í­ ljósi þess að hún er nýkomin frá lækni, þ.e. mági minum sem er ekki mágur minn sem kemur í­ kaffi í­ kvöld þó hann gæti svo sem komið lí­ka ef hann nennir. Ég held ég fari að skipta yfir í­ Linux og Opera. Það segja mér nördar (þ.e. mágur minn sem læknaði tölvuna en ekki sá sem er að koma í­ kaffi í­ kvöld þó svo hann gæti náttúrulega kí­kt með bróður sí­num sem ég á þó kannski ekki endilega von á) að það sé mikið betra og traustara.

í fjórða stað: Þá er þessi upptalning farin að minna óþægilega á tjúgskeggjaðan stjórnmálamann sem sjaldan hefur rí­kt lognmolla í­ kringum en fáir meta þó að verðleikum.