109216546187969028

Þá er hafin ný sókn að velferðarkerfinu. Nú er það atvinnuleysistryggingasjóður og verkalýðsfélögin sem á að grafa undan! Um hvað er maðurinn eiginlega að tala? Jú, nýjustu fréttir af launatryggingu Landsbankans. Þetta hentar þeim sem hafa tekjur yfir 350 þúsund og á að tryggja þeim a.m.k. 70% laun ef þeir missa tekjustofn sinn. Auðvitað verða þeir að borga iðgjöld. En er það bara ekki allt í­ lagi? Kynni einhver að spyrja.
Ég tel að svo sé ekki. Með þessu er verið að stí­ga enn eitt skrefið í­ þá átt að afnema velferðarkerfið og koma því­ yfir í­ hendur banka og tryggingarfélaga (sem eru orðinn einn og sami hluturinn upp á sí­ðkastið). Lán innan velferðarkerfisins, s.s. í­búðalán, námslán o.s.frv., á að færa til bankanna og tryggingarnar eiga svo að borga heilbrigðis- og atvinnuleysisbætur. Það munu þá ekki allir hafa efni á því­ að verða veikir eða atvinnulausir!
Hvenær verður menntakerfið sett í­ þetta kerfi? KAUPTU MENNTATRYGGINGU FYRIR BÖRNIN! EKKI ER Ríí NEMA í TíMA SÉ TEKIí, KAUPTU í DAG OG EIGNASTU BARN EFTIR TíU íR!* Hverjir verða það þá sem láta mennta börnin sí­n?
Þetta kann sumum að þykja ýkt viðbrögð við einfaldri auglýsingu um launatryggingu. Ég kalla það að hugsa aðeins málið og horfa fram í­ tí­mann. Fyrir utan að hugmyndafræðin á bak við tryggingar er sick! Og af hverju hækka iðngjöldin ef maður þarf að nota trygginguna? Fyrir hvað er maður þá að borga þessi iðngjöld? Hér er á ferðinni ein versta tegund græðgi sem ég hef kynnst og ég hef skömm á henni. Fyrirtæki sem græða á slysum, hörmungum og ránum (þ.e. óttanum við þessa hluti). OJJJJ.
*Iðngjald miðast við normalbarn og hækkar um 100% sé um sérstaka námsörðugleika að ræða.