109388380476554671

Var að hlusta á Steingrí­m J. valta yfir Birgi írmannsson í­ útvarpinu. Það var gaman. Enda ekki erfitt að valta yfir menn sem hafa ekkert til sí­ns máls. „Er þá niðurstaðan að vera bara á móti öllu?“ Þannig hljómuðu nú rökin hans Birgis. Ég hef nú sjálfur ekkert á móti því­ að einkavæða Sí­mann. En það verður þá að gera það rétt og fjarskiptakerfið (upplýsingaveituna) sjálft má ekki selja að mí­nu mati. Þá verður farið næst út í­ að selja vatns- og rafmagnsveitur þar sem Sjálfstæðismenn komast til valda og þar næst vegakerfið og löggæsluna. Menntakerfið og heilbrigðisþjónustuna er nú þegar byrjað að bjóða út gegn vilja meirihluta landsmanna. Þetta eru asnar Guðjón, segi ég nú bara.