109422778724751078

Nói, Nói, Nói og syndaflóðið.
Nói þótti geggjaður greyið
að dunda við að smí­ða sér skip
uppi í­ miðju landi
á eyðimerkursandi.
Fólkið það var alveg bit.

Svona byrjar lagið Nói og syndaflóðið með Dúmbó og Steina ef ég man rétt (sem ég geri alveg örugglega ekki). í sjónvarpinu um daginn var þáttur um þessa sögu og þar komust menn að því­ að hún er goðsaga! SURPRISE, SURPRISE. Hún væri lí­klega byggð á eldri sögum af flóðum í­ Miðausturlöndum. Þannig að flóðið sem stóð í­ 40 daga og huldi alla jörðina er goðsaga. En ekki hvað? Það er útilokað að öll dýr jarðarinnar séu komin af pörum sem var bjargað undan flóðinu fyrir 7000 árum. Nei, hættu nú alveg! Og gersamlega fráleitt að leifar nokkurrar arkar sé að finna á fjallinu Ararat. Ég er nú bara alveg bit! Það eina sem er alveg öruggt er að það hafa orðið mikil flóð í­ Miðausturlöndum í­ gegnum árþúsundin sem hafa jafnvel lagt heilu borgirnar í­ eyði og flætt yfir stór landsvæði.
Þegar búið var að komast að þessu var sí­ðan dregin fram sagan af Gilgamesh og fabúlerað út frá henni að Nói hefði samt verið til. BíDDU! Ef flóðið er goðsaga, örkin er goðsaga, dýrapörin eru goðsaga og strandið á Ararat er goðsaga, af hverju er Nói þá ekki goðsaga lí­ka? Ekkert lí­klegra en að á landsvæðum þar sem flóð eru tí­ð verði til sögur um fólk sem sleppur undan þeim á merkilegan máta. Þegar svona sögur fá að þróast í­ langan tí­ma (jafnvel mörg þúsund ár) þá er í­ raun óumflýjanlegt að við endum með sögu eins og söguna af Nóa og syndaflóðinu. Málið er nú ekki flóknara en það. Þetta hefði hvaða þjóðfræðingur sem er getað sagt þáttagerðarmönnunum á fimm mí­nútum (eða mannfræðingur sem hefur rannsakað munnlega geymd og þjóðsögur). En, lí­klega þarf að fara lengri leiðina að þessu þegar um er að ræða jarðfræðinga, veðurfræðina og svoleiðis raunví­sindalið (m.a. hvað er svona óraun við t.d. félagsfræði að hún er ekki raungrein?) enda ljóst að hugarflugið og í­myndunaraflið er ekki upp á það besta á þeim bænum (skemmtilegir félagsví­sindafordómar hér). Bjóst samt við því­ að guðfræðingarnir hefðu átt að vita þetta. En þessir sem var talað við voru ekkert mikið að halda eðli goðsagna og þróun þeirra á lofti. Ætli þeir trúi þessu öllu saman? Því­ á ég bágt með að trúa. Finnst lí­klegra að þeir séu ekkert of spenntir fyrir því­ að fólk viti að kristnu goðsagnirnar eru allar komnar frá eldri trúarbrögðum sem voru stunduð þarna á svæðinu áður fyrr (meira að segja sagan af Jesúsi).