Hver man eftir jafnréttisfulltrúanum á Akureyri sem höfðaði mál á hendur bænum þegar hún komst að því að hún hafði lægri laun en karlarnir sem voru í öðrum fulltrúastöðum hjá bænum? Einhvern veginn varð mér hugsað til þessa máls þegar það var verið að tala um jafnréttisstefnu í skólanum um daginn. Jafnréttisstefna Akureyringa hefur nefnilega verið fólgin í því hingað til að borga konum lægri laun en körlum og útiloka þær frá stjórnunarstöðum. Held t.d. að kona hafi ekki orðið skólastjóri á Akureyri fyrr en um 1995. Núna eru þær reyndar orðnar fleiri. Kannski að jafnréttisáætlunin endurspeglist svolítið í árásum Kristjáns Þórs Júlíussonar bæjarstjóra á kjarasamningaumræður grunnskólakennara. Enda sú lygi öll líklega til þess eins að hleypa upp samningum og reyna að halda kennurum (hefðbundið kvennastarf) á lágum launum. Falleg jafnréttisstefna er nefnilega lítils virði ef ekki er farið eftir henni. Að mínu mati er þessi stefna ekki virði pappírsins sem hún er skrifuð á (eða bætana sem hún tekur upp á netinu) frekar en önnur svona stefnumótun sem lítur vel út á pappír en er aldrei farið eftir, t.d. skólamálastefna Akureyrarbæjar sem mikið var unnið í síðasta vetur en varð svo ekki annað en froða á pappír sem hefur ekkert merkingarbært innihald!
Ég blæs að minnsta kosti á allar hugmyndir og sjálfshól um skólabæinn Akureyri meðan það þarf að borga skólagjöld í leikskóla, grunnskólarnir eru fjársveltir, bæjarstjórinn hefur það eitt að markmiði að egna kennara upp á móti sér, skólastefnan er bull og aðrir skólar hér eru reknir af ríkinu.
Hvernig væri að taka í rassgatið á sjálfum sér og reyna að standa við stóru orðin?