109569839534639234

Fyrsti verkfallsdagurinn liðinn (þ.e. vinnutí­minn). Við opnuðum verkfallsmiðstöðina í­ Sunnuhlí­ð og funduðum með trúnaðarmönnum fyrir hádegi. Eftir hádegi opnuðum við fyrir hinn almenna kennara og á annað hundrað manns komu. SS (sjá sí­ðasta pistil) virðist hafa einsett sér að koma fram með lygar og rangtúlkanir í­ sí­num málflutningi. T.d. það að reikna þrjá og hálfan yfirvinnutí­ma á viku per kennara inn í­ kostnað við tilboð kennara um skammtí­masamning. Þeir ljúga enn fremur um hækkanir sí­ðasta samnings, tilboð sem lögð voru fram í­ vor o.m.fl. Um helgina lögðu þeir svo fram tilboð sem var verra en tilboð sem þeir lögðu fram í­ vor og það bendir nú ekki til mikils samningsvilja. Ljóst að SS hefur stefnt að verkfalli og telur að með því­ snúist almenningsálitið gegn kennurum. Sem betur fer sýnist mér af því­ að lesa blogg um ví­ðan völl að það hafi ekki gerst. Eftir stendur að SS er rúin trausti og samningsvilja. Hafi sveitarfélögin einhvern áhuga á að ná samningum er réttast fyrir þau að skipta út þessum lygamörðum og setja inn heiðarlegt fólk ef það fyrirfinnst á sveitarstjórnarstiginu (a.m.k. ekki í­ meirihlutanum hér á Akureyri). Komi krafa á móti um að kennarar skipti um sí­na samninganefnd er það lí­tið mál enda fullt af kennurum sem eru viljugir til að semja um alvöru kjarabætur til handa starfsfélögum sí­num!

Burtséð frá því­. Ég ætla að fara að elda einhvern góðan brúðkaupsafmælismat handa okkur Gullu.