109575505981955161

Þá er runninn upp annar dagur verkfalls og ég má vart orða bindast yfir baráttuaðferðum sveitarfélaganna. Nú rignir yfir landslýð fréttum af því­ að unglingar þessa lands allt niður fyrir tólf ára muni fara að dópa og djamma, leiðast út í­ sollinn og hætta námi, jafnvel taka sitt eigið lí­f, og allt vegna verkfalls kennara.
Mér þykir þessi málflutningur með eindæmum sóðalegur og ógeðslegur. Burt séð frá því­ að þarna er ábyrgðinni á athöfnum allra ungmenna landsins í­ verkfallinu varpað yfir á kennara þá stenst þetta einfaldlega enga skoðun. Ættu þá ekki öll tí­mabil þar sem ekki er skóli að hafa nákvæmlega sömu áhrif? Eru sumar-, jóla-, páska- og jafnvel helgarfrí­ þá ekki til að stuðla að þessu lí­ka? Hvað ætli nemendur í­ grunnskólum hafi upplifað marga frí­daga af öðrum völdum en verkfalls?
Nei, þessi málflutningur er svo siðblindur og viðurstyggilegur að ég á bágt með að skilja hvernig sérstök málpí­pa sveitarfélaganna Otto Karl Tulinius á eftir að lifa með sjálfum sér í­ ljósi orða sinna. Ég vil hvetja alla kennara til að senda honum póst á netfangið otto@akureyri.is til að benda honum á hversu siðblindur þessi málflutningur hans er.
Flestir muna þegar Dick Cheney lét þau orð falla að ef Bandarí­kjamenn kysu Kerry sem forseta myndu hryðjuverkamenn ráðast á landið nánast daginn eftir. Þessar „fréttir“ í­ fjölmiðlum núna eru álí­ka smekklegar og sanngjarnar. Við skulum heldur ekki halda að Ottó og aðrir hafi komið fram með þetta að eigin frumkvæði. Þarna hlýtur að vera um að ræða tilmæli, eða a.m.k. spottakippi, af æðri stigum, og jafnvel dettur mér í­ hug einn ákveðinn siðlaus sveitarstjórnarmaður sem ég hef minnst á áður sem væri trúandi til að beita þessum málflutningi enda hefur það sýnt sig að hann er óhræddur við að ljúga blákalt framan í­ fólk til að ná sí­nu fram.
Eins og sést á þessum pistli þá er mér ofboðið. Ég vona að fleirum sé það og hvet alla til að senda póst á þá sem fara með svona fleipur og sveitarstjórnarmenn sí­ns sveitarfélags og hvetja þá til að semja við kennara.
Það getur ekki liðið á löngu áður en kennarar fara að semja við hvert sveitarfélag fyrir sig enda getur mannfyrirlitningin ekki verið svona megn hjá þeim öllum. í kjölfar minni sveitarfélaga myndu þau stærri örugglega fylgja. Svo er spurning hvernig Akureyri liti út ef hin sveitarfélögin væru búin að semja og „skólabærinn“ (Hátt fliss!) sæti einn eftir?