109578550479325112

Hugmynd mí­n um að FG reyni að gera samninga við litlu sveitarfélögin fyrst gengur ví­st ekki upp. Enda er það yfirlýst stefna Sambands í­slenskra sveitarfélaga að stöðva alla þjónustu við sveitarfélög sem það gera. Ekki eingöngu það heldur lí­ka þau sveitarfélög sem voga sér að borga umfram kjarasamninginn. Þjónusta þarna felst t.d. í­ launaútreikningi, rekstrarráðgjöf o.fl. Jafnvel gætu sveitarfélög sem hlaupa út undan sér átt það á hættu að missa framlag úr Jöfnunarsjóði. Það er því­ ekki furða að sveitarstjórnarmenn þegi þunnu hljóði þó réttlætiskennd margra þeirra sé eflaust misboðið. Miðstýring kjarasamninga kennara er því­ eingöngu á ábyrgð sveitarfélaganna.
Vegna þessa er kjarasamningur grunnskólakennara því­ hámarkslaun hvers kennara og í­ mörgum sveitarfélögum fæst ekki einu sinni borguð yfirvinna. Hér á Akureyri hafa kennarar því­ engan möguleika á því­ að vinna sig upp í­ launum með því­ t.d. að kenna umfram kennsluskyldu eða taka á sig störf í­ yfirvinnu. Þeim er makvisst haldið niðri í­ launum.
Þar af leiðir að byrjunarlaun grunnskólakennara sem er t.d. 26 ára eru 149.952 krónur. Þetta eru jafnframt heildarlaun því­ yfirvinnu og aukakennslu fær hann ekki. Þessi kennari fær kannski, ef hann er heppinn, þrjá flokka úr launapotti og þá verða heildarlaun hans 163.856,-. Hann á hins vegar ekki möguleika á hærri launum og raunar finnst mér ólí­klegt að nýútskrifaður kennari fengi strax þrjá flokka úr potti.
Til samanburðar má geta þess að jafngamall hjúkrunarfræðingur sem vinnur ekki undir stjórn annarra fær í­ grunnlaun samkvæmt kjarasamningi hjúkrunarfræðinga 168.915,-. Það eru ekki há laun. Það eru hins vegar lágmarkslaun og hjúkrunarfræðingar gera svo stofnanasamninga við þá staði sem þeir vinna á. Megi þeirra kjör verða hin bestu.