109579861258264327

Kæri óánægði nemandi. Mikið skil ég þig vel. Á mí­num skólaferli lenti ég ósjaldan í­ verkföllum enda voru þau algengari á 9. áratugnum en nú er. Aðallega skil ég þig þó vegna þess að ég er ákaflega óánægður lí­ka. Hvað er ég eiginlega svona óánægður með?

1. Að rannsókn hafi sýnt fram á að kennaranám er óhagkvæmt. Það þýðir að á allri minni starfsævi (miðað við núverandi kjör) mun ég aldrei ná að vinna upp þann tí­ma og fjármagn sem ég varði í­ að verða mér út um þessa menntun.

2. Að frá því­ að ég var sjálfur í­ skóla hefur skóladagurinn og skólaárið markvisst verið lengt, aukastörfum hlaðið á kennara undir því­ yfirvarpi að það ætti að efla fagmennsku, án þess að nokkur árangur sjáist af þessum aðgerðum í­ skólakerfinu. Nemendur sem útskrifast úr grunnskóla í­ dag eru ekki markvert betri í­ í­slensku eða stærðfræði en við vorum sem kláruðum 1986.

3. Að viðsemjendur kennara komi sí­fellt með blekkingar eða jafnvel lygar í­ málflutningi sí­num án þess að vera reknir aftur með þær. T.d. að kennarar hafi fengið 40% launahækkun í­ sí­ðustu samningum eða að tilboð kennara þýði allt að 50% kostnaðarauka. Bæði atriði er ég búinn að útskýra áður og ví­sa því­ í­ fyrri pistla.

4. Að margir tali í­ fjölmiðlum eins og þeir viti nú allt um kjör kennara en allur málflutningurinn einkennist svo af ósannindum, vankunnáttu og kjánaskap, sbr. tilraun Vef-Þjóðviljans til að kenna kennurum um miðstýrða kjarasamninga.

5. Að fólk út um ví­ðan völl skuli komast upp með það að tala um enn eitt kennaraverkfallið þegar ljóst er að öll verkföll kennara á 9. áratugnum voru sameiginleg verkföll rí­kisstarfsmanna en ekki sérstök kennaraverkföll og eina verkfallið sem grunnskólakennarar hafa farið í­ var 1995 (fyrir utan eins dags verkfall 1997). Þrátt fyrir að hafa sent Deiglunni póst og bent þeim á þetta halda þeir sí­nu striki. Þetta er kallað: Let them deny it! og er lúalegasta bragð sem hægt er að beita í­ umræðu.

6. Að lögfræðingur Sambands í­slenskra sveitarfélaga skuli hafa verið í­ fréttum áðan að hvetja sveitarfélögin til verkfallsbrota.

7. Að stór hluti minnar vinnu sé unninn kauplaust vegna þess að kennarar hafa samið af sér trekk í­ trekk. Fyrst var 7 starfsdögum breytt í­ kennsludaga án þess að menn hafi gert sér grein fyrir að það starf sem unnið var þessa starfsdaga þyrfti að vinna eftir sem áður (það var bara ekki lengur borgað fyrir það), sí­ðan var undirbúningstí­mi kennslustunda styttur úr 28 mí­nútum í­ 20 án þess að þyrfti að undirbúa kennslu minna, loks var ýmsum aukastörfum sem áður voru borguð sérstaklega hlaðið inn í­ grunninn svo flæddi út úr og megnið af því­ er unnið utan bundins vinnuramma. Allt þetta vinn ég og aðrir kennarar kauplaust í­ dag. Þó meta sveitarfélögin þetta á þrjá og hálfan yfirvinnutí­ma sem þau þyrftu að borga aukalega þegar þau reikna út kostnað við tilboð kennara. Vonandi þýðir það að þau ætli að fara að borga fyrir þessa vinnu þegar semst. Ég held samt að þrí­r og hálfur tí­mi sé mjög varlega áætlað.

8. Að allur tí­mi eftir kennslu til 16 eða 17 á daginn tvo daga í­ viku fari í­ fundarsetur sem litlu skila öðru en rasssærindum og hugarví­li.

9. Að endurmenntunarkerfi kennara skuli hafa verið rústað í­ sí­ðustu samningum svo ekki er lengur hægt að komast á sérhæfð faggreinabundin námskeið heldur er allt miðað við að það nýtist sem flestum til að spara sveitarfélögunum peninga við að halda úti fjölbreyttum námskeiðum með þeim árangri að öll námskeið verða yfirborðskennd, ógagnleg og markslaus.

10. Að krakkaormar sem þora ekki að koma fram undir eigin nafni og geta allt eins verið feitir miðaldra í­haldsforstjórar á fí­num bí­lum skuli voga sér að halda að óánægja þeirra með kennaraverkfallið dragi eitthvað úr óánægju minni með framangreind atriði eða staðfestu minni til að fá þetta leiðrétt!

Af öllum þessum orsökum er ég í­ sömu sporum og þú kæri óánægði nemandi. Ég vona að þú getir sýnt því­ skilning og verðir ekki mjög móðgaður þó ég játi það fyrir þér að óánægja þí­n snertir mig ekkert ákaflega mikið og það er ekki minnsti möguleiki á því­ að ég breyti afstöðu minni til að gera þig ánægðari. Ég er bara of reiður til þess. Sorrý 🙂