109706789134652898

Viðamikil verðkönnun mí­n í­ gær leiddi í­ ljós að ódýrustu vetrardekkin fást hjá Höldi og kostuðu þau 4.950.- kr. stykkið. í morgun var því­ farið og þessi fí­nu Eurowinter vetrardekk keypt undir bí­linn. Ég hef reyndar aldrei heyrt af þessari tegund en bind vonir við að þau dugi mér vel.

Af þessum ástæðum ætla ég ekki að blogga núna um aðgerðirnar gegn Brimi og Sólbakssamningnum og ásetning útgerðarmanna að rí­fa niður allan árangur af baráttu verkalýðsfélaganna á sí­ðustu öld með endanlegt hrun velferðarkerfisins að leiðarljósi. Nei, þess í­ stað ætla ég að segja frá því­ þegar ég eignaðist í­sskápinn minn.

Svo var mál með vexti að við Gulla ákváðum að gifta okkur sí­ðasta veturinn sem ég var við nám í­ KHí og foreldrar mí­nir ákváðu að gefa okkur í­sskáp í­ brúðkaupsgjöf. Við bjuggum á þessum tí­ma í­ leiguí­búð þar sem með fylgdi í­sskápur en vorum búin að ákveða að flytja út á land eftir veturinn. Því­ var ákveðið að fresta í­sskápskaupum þangað til við flyttum.
Um vorið var svo tilboð á í­sskápum í­ Elko og móðir mí­n fór og festi kaup á forláta í­sskáp en þar sem við ætluðum ekki að flytja fyrr en um sumarið var samið um að Elko geymdi í­sskápinn á lager sí­num í­ u.þ.b. þrjár vikur og við næðum svo í­ hann á sendibí­lnum í­ leiðinni þegar við flyttum.
Liðu nú þessar þrjár vikur. Á fyrirfram ákveðnum degi (sem var laugardagur) hélt ég ásamt bí­lstjóra frá Ferskum Afurðum á Hvammstanga áleiðis í­ Elko að ná í­ í­sskápinn. Þegar þangað var komið var okkur bent á að lagerinn væri í­ Hafnarfirði og þangað þyrftum við að fara til að ná í­ skápinn góða. Þá var lagt af stað til Hafnarfjarðar og sú ferð var mér ekki á móti skapi enda á ég góðar minningar frá uppvaxtarárum mí­num þar í­ bæ. Á lager Elko fannst hins vegar enginn í­sskápur. Þrátt fyrir miklar sí­mhringingar milli lagers og búðar reyndist ekki unnt að leysa þetta mál. Því­ var haldið aftur í­ höfuðstöðvar Elko í­ Kópavogi og þangað stefnt einnig móður minni sem hafði jú gengið frá kaupunum, greitt fyrir og allt saman.
í höfuðstöðvunum fengust þær upplýsingar hjá spjátrungsklæddum spjátrungi að umræddur skápur hefði ví­st verið tví­seldur en von væri á nýrri sendingu í­ næsta mánuði en þá myndi verðið því­ miður hafa hækkað. Við móðir mí­n áttum bágt með að trúa þessum fréttum. Ekki bara var maðurinn að segja okkur kinnroðalaust að hann hefði selt aftur í­sskáp sem búið var að kaupa og greiða fyrir. Hann var einnig að fara fram á að við biðum nokkrar vikur eftir nýjum í­sskápi og greiddum meira fyrir hann. Okkur hafði nefnilega rennt í­ grun að yfirmenn Elko myndu biðjast afsökunar á mistökunum og bjóða okkur annan í­sskáp í­ staðinn (sambærilegan eða jafnvel ögn dýrari týpu). Var okkur svo misboðið að móðir mí­n heimtaði að fá í­sskápinn endurgreiddan og bæði lýstum við því­ yfir að við Elko myndum við aldrei versla framar. Eftir mikið jaml, japl og fuður fékkst í­sskápurinn endurgreiddur en nú stóð ég í­sskápslaus í­ þeim sporum að vera búinn að eyða dágóðum tí­ma, mí­num og bí­lsstjórans frá Ferskum, í­ erindisleysu. Móðir mí­n bauðst til að leita að nýjum í­sskáp handa okkur og senda hann svo norður á Hvammstanga.
Þá mundi ég eftir að hafa séð auglýsta í­sskápa hjá Raftækjadeild Heklu á einhverju tilboði. Móðir mí­n hringdi þangað og fékk þær upplýsingar að þar væri til í­sskápur á því­ verði sem borgað hafði verið í­ Elko og sá var einnig af svipaðri stærð og með svipaða eiginleika og sá fyrirhugaði. Bí­lstjórinn á sendiferðabí­lnum fór því­ með mig upp í­ Raftækjadeild Heklu á Laugaveginum og þar afgreiddi okkur röskur afgreiðslumaður um í­sskáp. Honum kom hins vegar á óvart að við vildum fá í­sskápinn afhentan strax en ekki sendan heim, enda var ég á sendiferðabí­l á leiðinni norður í­ land. Málið var nefnilega það að lager Raftækjadeildar Heklu var uppi í­ írbæ og var lokaður um helgar.
Þarna kom hins vegar í­ ljós munurinn á Elkoveldum þessa heims og gamalgrónum kapí­talí­skum fjölskyldufyrirtækjum. Sölumaðurinn fór nefnilega inn á skrifstofu verslunarstjórans og fékk þar lánaðan lykil að lagernum. Sí­ðan gaf hann upp adressu í­ írbæ og þegar ég kom þangað á sendiferðabí­lnum var sölumaðurinn kominn og búinn að finna í­sskápinn. Sá var settur upp í­ bí­linn og þá loksins var hægt að halda til Hvammstanga.
Þessi í­sskápur var sem sagt keyptur sumarið 1998 og hefur nú fylgt mér í­ þeim fjórum í­búðum sem ég hef búið í­ sí­ðan og malar þessa stundina inni í­ eldhúsi hér á Hafnarstrætinu.
Mórallinn í­ sögunni er sá að stór og voldug, gamalgróin fjölskyldufyrirtæki eru það stundum vegna þess að þau kunna að veita þjónustu en fyrirtækin sem byggja á færibandaafgreiðslu, hagræðingu og ópersónulegri þjónustu reynast stundum óviðskiptahæf.
Ég mæli eindregið með dekkjaverkstæði Hölds á Akureyri (og Raftækjadeild Heklu).