109689761746073153

Á heimasí­ðu sinni óskapast þeir hjá Sambandi í­slenskra sveitarfélaga yfir fjölgun starfsfólks í­ grunnskólum landsins sem óneitanlega hefur haft í­ för með sér mikinn kostaðarauka. Þetta var ví­st lí­ka í­ hádegisfréttunum en ég missti af þeim.

í þessu sambandi er þó vert að gæta þess að þessi fjölgun er tilkomin vegna aukinna krafna frá sveitarfélögunum og foreldrum lí­ka. Þannig hefur einsetning skóla krafist aukins mannafla en að sama skapi ekki mjög mikillar aukningar útgjalda til kennara. Hér áður fyrr þurftu menn nefnilega að kenna 150% stöður en eftir einsetninguna gátu menn af augljósum ástæðum ekki verið á tveim stöðum í­ einu og því­ þurfti að ráða fleira fólk. Á sama tí­ma og þessi eftirspurn eftir kennurum jókst útskrifuðust einnig fleiri kennarar. Það gefur augaleið að það er ódýrara að ráða þrjá kennara í­ 100% starf en tvo í­ 150% (og borga báðum hálft starf í­ yfirvinnu). Þegar skóladagurinn fór að lengjast þurfti því­ að ráða fleiri kennara en sjaldnar var gripið til þess ráðs að borga yfirvinnu. í sumum sveitarfélögum er meira að segja í­ gildi hálfgert yfirvinnubann.

Fjölgun starfsfólks í­ grunnskólum er þó til komin af fleiri ástæðum en einsetningunni. Eins og áður var minnst á hefur skóladagurinn lengst og skýringin á því­ er sú að fleiri greinum en áður hefur verið troðið inn í­ stundarskránna og greinar sem áður voru val eru nú skylda. Þegar ég var í­ efstu bekkjum grunnskólans átti að velja tvær af eftirfarandi greinum: Landafræði, sögu, eðlisfræði, lí­ffræði. Núna taka allir nemendur bæði samfélagsfræði (landafræði, saga, þjóðfélagsfræði) og náttúrufræði (lí­ffræði,eðlisfræði, efnafræði). Þar að auki hefur fjölda valgreina verið bætt við og elstu krakkarnir eru nú gjarnan í­ skólanum frá 8 til 3 og einstaka sinnum til rúmlega 5. Svo er spurning hvort þessi lenging á skóladeginum (og skólaárinu) og fjölgun námsgreina bæði í­ kjarna og vali hafi skilað okkur betri menntun? En vissulega hefur starfsmönnum fjölgað og kostnaðurinn aukist.

T.d. hafa sérdeildir verið stofnaðar við marga skóla og þar þarf nánast einn starfsmann á nemanda. Þetta er liður í­ þeirri stefnu stjórnvalda að koma fötluðum í­ almenna skóla og út af stofnunum. Það er góð stefna en kallar að sama skapi á mikla fjölgun starfsmanna umfram fjölgun nemenda.

Það er lí­ka hægt að útskýra þessa lækkun nemenda á hvern kennara með einföldu tilbúnu dæmi. ímyndum okkur tuttugu krakka sem fara í­ fjóra tí­ma í­ skóla hjá einum kennara. Nemendur á kennara=20. Nú bætast fjórir tí­mar við hjá öðrum kennara. Nemendur á kennara=10. (Er starf beggja kennara þá ekki orðið mun auðveldara?) Bætum fötluðum nemanda í­ hópinn með stuðningsfulltrúa. Nemendur á starfsmann=7. Nú hlýtur starf kennarans í­ upphafi að vera orðið leikur einn!

Ef við fengjum fréttir um að flugfreyjum hefði fjölgað og farþegum á hvert stöðugildi fækkað og þ.a.l. kostaður flugfélaga aukist, myndum við þá álykta að starf flugfreyjunnar væri orðið svona mikið auðveldara eða að áfangastöðum hefði fjölgað, hví­ldarákvæði verið hert og fleiri störf en kennsla (afsakið þjónusta við farþega) verið felld inn í­ starf flugfreyjunnar?

Ég skil samt ekki alveg fréttina hjá SíS þar sem þar er ekkert fjallað um málið, ástæður fjölgunarinnar eða hvort menntakerfið hafi eitthvað breyst með öllu þessu starfsfólki. Tölunum er bara varpað fram án nokkurra útskýringa.
Svo getur fólk svo sem í­myndað sér hvernig það er að reyna að semja við fólk sem beitir svona málflutningi!