109753703671882162

Þá er helgarferðin til Reykjaví­kur yfirstaðin. Reyndar lentum við í­ heilmiklu veseni við að komast af stað, bí­llinn vildi ekki starta og læti. Hringdum á tengdó til að fá start þar sem það eina sem okkur datt í­ hug að væri að var að straumurinn væri ekki nógur. Ekki dugði það til. Bí­llinn hrökk þó í­ gang þegar tengdapabbi var búinn að hrista startarann í­ honum og fikta eitthvað í­ ví­runum. Var þá rokið af stað í­ bæinn og klukkan orðin næstum þrjú (á laugardaginn).

Það er reyndar vel af sér vikið af mér að hafa haft mig í­ þetta þar sem ég var úti að skemmta mér með starfsfólki Giljaskóla til klukkan 5 nóttina áður. ístandið á mér lí­ka þannig að ég náði ekki að sofna fyrr en um 8.

í bænum var haldið upp á 6tux afmæli pabba og rosa gaman. Bara svona léttur fjölskyldudinner samt. Mikið var ég feginn að fara að sofa um kvöldið!

Svo á sunnudaginn fórum við feðgarnir með afann í­ keilu og hann stóð sig svo vel að hann malaði okkur í­ seinni leiknum eftir að hafa notað þann fyrri til að ná tökum á þessu. Horfðum svo á Terminator3 og James Bond um kvöldið. Mér hefur alltaf þótt George Lazenby ágætur.

Dagurinn í­ dag hefur svo farið meira og minna í­ að komast heim áður en Kári átti að mæta í­ Tae Kwon Doe, skutla Gullu á fund eftir að vinnudegi lauk, svo kom Jóní­na vinkona okkar frá Hvammstanga í­ heimsókn. Hún er að fara á baráttufund kennara á Norðurlandi á morgun sem við erum að halda saman BKNE og KSNV (Hún er formaður KSNV). Þannig að það er nóg að gerast þó ekki tengist það kjarabaráttu akkúrat núna.

Hvet samt alla kennara á Norðurlandi að mæta á baráttufundinn á morgun kl. 13:00 í­ Borgarbí­ó Akureyri.
Sameinuð stöndum vér. Sundruð stöndum vér … ekki alveg eins þétt!