109761609662926769

Þá er brjálaður baráttufundur í­ Borgarbí­ó búinn. Æðisleg stemming og á engan hallað þó ég segi að Birna Margrét úr Lundarskóla var langbest í­ sinni hvatningarræðu. ífram Birna!

Aldrei þessu vant er ég sammála Pétri Blöndal. Forsetaembættið er ekkert annað en arfleið forns konungsvalds og tákngerving kúgunar og mismununar í­ gegnum tí­ðina. Það stendur, eins og fornminjar, vörð um ranglæti, yfirstétt og ofbeldi eða öðrum orðum allt það versta í­ fari mannskepnunnar.

Ég er hins vegar gjörsamlega óssamála forsendum Péturs sem eru einhverjar persónulegar, í­myndaðar ofsóknir þeirrar manneskju sem nú gegnir embættinu gegn honum og vinum hans. Og ég er lí­ka gjörsamlega ósammála lausn Péturs sem er að afnema forsetaembættið með öllu því­ sem því­ fylgir og fela embættismönnum og ráðherrum að fara með völd forsetans.

Forsetinn sýndi fram á það í­ sumar að það er ástæða fyrir embættinu og aðeins ein ástæða. Þess vegna þarf ekki endilega að leggja það niður, heldur á að breyta því­. Þá eru tveir möguleikar í­ stöðunni. Annað hvort færum við framkvæmdavaldið eins og það leggur sig yfir til forsetans, kjósum hann ásamt rí­kisstjórn og tryggjum þannig sjálfstæði Alþingis og dómstóla. Eða þá að við leggjum það niður, setjum lög um að tí­undi hluti til fimmtungur þjóðarinnar geti farið fram á þjóðaratkvæðagreiðslu um lög og ráðum svo einhvern í­ hlutastarf fyrir 50 þúsund á mánuði til að klippa á borða og heilsa erlendum þjóðhöfðingjum. (Sjálfur er ég hrifnari af fyrri aðferðinni því­ hún gæti raunverulega tryggt þrí­skiptingu valdsins sem í­ dag er allt að færast yfir til framkvæmdavaldsins, þ.e. rí­kisstjórnarinnar)

Fannst t.d. engum öðrum en mér skrýtið að í­ sumar þegar forsetinn neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin þá kallaði framkvæmdavaldið saman nefnd til að undirbúa lög um þjóðaratkvæðagreiðsluna? Datt engum í­ hug að það væri hlutverk Alþingis að setja lög í­ þessu landi?

Ég tel að það ætti að banna framkvæmdavaldinu að undirbúa, semja og leggja lög fyrir Alþingi. Það ætti að banna Alþingismönnum að vera ráðherrar og skipan dómara ætti ekki að vera geðþóttaákvörðun eins manns.

Viva la revolution

(Ætti ég eitthvað að fara að endurskoða hvatningarópin hérna?)