110346965521614330

Ef fólk hefur haldið að ég væri hættur að blogga þá er það algjör misskilningur. Nei, þið sleppið ekki svona auðveldlega. Það hefur hins vegar verið nóg að gera en þó ekki. Bara þetta vanalega amstur sem getur stolið af manni svo miklum tí­ma.
Nú er Freyvangsleikhúsið að fara að setja upp leikritið Taktu lagið, Lóa! og við vorum á samlestri og leikæfingum mána, týs- og óðinsdagskvöld. Svo var jólahlaðborð hjá kennurunum á þórsdaginn og á freysdaginn voru litlu jólin.
Kári fór svo í­ beltapróf í­ TaeKwonDo og stóð sig með sóma. Núna er hann kominn með gula rönd á hví­ta beltið og fékk voðalega flott viðurkenningarskjal og allt saman. Þau héldu svo litlu jól á Þelamörk, gistu og byrjuðu laugardaginn á æfingum. Það er svo mikil harka í­ þessu TaeKwonDo að það er meira að segja æfing hjá honum á Aðfangadag!
í gær átti svo vinkona mí­n úr vinnunni 25 ára afmæli og við fjölmenntum þangað kennararnir þó svo að flestir færu snemma. Ég tók mig til og rakaði skegg mitt fyrir afmælið og skartaði þessu fí­na Bismark skeggi sem flestum þótti minna á AlCapone! Held það hafi kannski verið út af hattinum sem var náttúrulega mega flottur.
Þannig að ég kom heim kl. 5 í­ morgun, fór að sofa og vaknaði rúmum klukkutí­ma sí­ðar við það að Kári greyið var kominn með gubbupest.
Gulla sá nú fljótt að ég var ekki til mikillar aðstoðar þó ég hefði rænu á að ná í­ handklæði úr óhreina tauinu til að þurka upp af gólfinu. Hún sendi mig aftur í­ rúmið og svo höfðum við vaktaskipti klukkan eitt. Mér sýnist Kári nú eitthvað vera að hressast og Dagur stóri bróðir var svo góður við hann að hann rölti sér út í­ Brynju til að kaupa gos þegar sjúklingurinn vildi helst kók að drekka.
Núna ætla ég að fara að taka úr þvottavélinni og útbúa smá drekkutí­ma fyrir okkur Dag. Við verðum að sjá til hvort Kári treysti sér til að narta eitthvað.
Meira fljótt.