110356334359632722

Jólasiðir

Þeir eru merkilegir jólasiðirnir. Svona rétt fyrir jólin ráðast fram sjálfsskipaðir sérfræðingar í­ jólasiðum sem telja sig þess umkomna að segja okkur hinum hvernig við eigum að halda jólin. Ég held að ég hafi einu sinni verið einn af þessum mönnum. Á mí­nu æskuheimili voru alltaf rjúpur um jólin og lengi vel hélt ég að það væri ekki hægt að halda jól án rjúpu. í gamla daga voru lí­ka jólaboð hjá afa og ömmu á jóladag eða annan í­ jólum og þá var borðuð sví­nasteik.
Fyrstu jólin mí­n að heiman var því­ höfð sví­nasteik en rjúpunum sleppt þar sem konunni minni finnast þær vondar. Fékk samt rjúpu hjá pabba og mömmu eftir jólin. Þrátt fyrir þetta voru það bara góð jól.
í dag eru mörg ár sí­ðan ég smakkaði sí­ðast rjúpu en þetta uppeldi held ég að hafi gert það fyrir mig að dökkt villifuglakjöt, s.s. endur, gæsir og svartfuglar er það besta sem ég fæ að borða í­ dag.
Svo hef ég farið í­ gegnum það að sleppa sví­nasteikinni og hafa hamorgarhrygg í­ staðinn og núna stendur til að hafa léttreyktan lambahrygg. Þrátt fyrir þetta held ég að jólin verði bara fí­n. Ég er meira að segja að hugsa um að sleppa hinni hefðbundnu aspassúpu sem er alltaf í­ forrétt og hafa í­ staðinn graflax eða grillaða humarhala.
Það er samt spurning hvort það sé ekki fullmikið af því­ góða að hafa hangikjöt á þorláksmessu og svo aftur reykt lambakjöt á aðfangadag. Kannski maður fresti bara hangikjötinu þar til milli jóla og nýárs og hafi eitthvað annað á þorláksmessu? Ég á t.d. sví­nabóg í­ kistunni.
Merkilegar annars allar þessar matarpælingar í­ kringum jólin og gjafapælingar. Hverjum á að gefa hvað? Þessi forna sólstöðuhátí­ð á náttúrulega að snúast um að fagna ljósinu og lí­finu, hringrás náttúrunnar og lí­fsins sem endurspeglast í­ áramótunum. Hátí­ð ljóssins snýst svo lí­ka um að við verðum hvert fyrir sig að láta ljós okkar skí­na og reyna að lýsa upp tilveru þeirra sem eru í­ kringum okkur. Vera saman og hafa það gaman.