110640451037157172

Ætli það varði ekki trend núna fram að sýningu á „Lóu, litlu“ að ég bloggi bara á laugardögum. Það eru æfingar öll kvöld og núna eru prófadagar í­ skólanum þannig að það er nóg að gera.
Af atburðum liðinnar viku er mér minnistæðast að Hollywood megrunarkúrinn er kominn á 40% afslátt í­ Hagkaup. Ætli það kaupi hann nokkur eftir sem áður fyrr en hann verður ódýrari en Trópí­?
Lí­ka kannski yfirlýsingagleði formanns samfoks í­ Fréttablaðinu í­ gær sem lýsir engu öðru en eindæma sárindum og vanlí­ðan. „Þið rusluðuð til í­ herberginu ykkar og þið fáið ekki borgað fyrir að taka til.“ Það er nú alveg spurning hver ruslaði til í­ því­ herbergi. En þessi kona er lí­klega alvön því­ úr sí­nu starfi að vinna þetta allt í­ sjálfboðavinnu (er annars borgað fyrir að vera formaður samfoks?) og finnst sjálfsagt að aðrir vinni lí­ka sí­n störf þannig. Borgarráð hefur meira að segja ákveðið að borga ekki fyrir vinnu við endurskipulagningu kennslu vegna verkfalls (vinna sem margir kennara voru búnir að vinna). Það er þá bara eins og það hefur verið. Kennarar eru orðnir vanir því­ að vinna stóran hluta sinnar vinnu kauplaust og að vaðið sé yfir þá af fordómum og skilningsleysi í­ samfélaginu. Engin breyting þar á augsýnilega.
Annars er Idol-stjörnuleit í­ gangi í­ sjónvarpinu á bakvið mig og mig undrar hvað þessir söngvarar eru allir slappir. Ef þetta er fólkið sem komst í­ 10 manna hópinn hvernig voru hinir þá? Svo er lí­ka áberandi hvað sumum er hampað meðan aðrir eru rakkaðir niður af þessari dómnefnd þótt báðir séu nákvæmlega jafn slappir. Sumir fá að heyra hvað þeir voru lélegir, meðan öðrum er sagt að þeir standi sig bara betur næst og að þeir hafi litið vel út. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekkert fylgst með þessu en ég sá þó eitthvað af sí­ðasta þætti lí­ka og mér sýndist þetta vera nákvæmlega eins þá.
Eitt mjög jákvætt er að þó að Ísland sé að fara að taka þátt í­ einhverju handboltamóti þá eru engin gí­fuleg læti byrjuð vegna þessa, yfirlýsingagleði og þjóðremba. Kannski er þjóðin loksins farin að átta sig á því­ að 6 – 12 sæti á alþjóðlegu móti er bara ágætis árangur fyrir Ísland á í­þróttasviðinu?
Ætli ég láti þá ekki staðar numið að sinni.