110744355344396301

Það hefur aldeilis verið mikil bloggleti í­ gangi á þessum bænum. Ég lofa samt ekki að ég verði duglegri við þetta á næstu vikum. Æfingar á Taktu lagið Lóa ganga bara vel en samt er komið verulegt stress í­ marga um hvort þetta takist fyrir frumsýningu sem á að vera 25. Ég er kominn með mjög undarlegt skegg vegna þátttöku minnar í­ þessu leikriti og þó svo að krökkunum í­ skólanum finnist það flott þá fór ég allt í­ einu að hugsa um hvernig þetta myndi virka á fulltrúa á aðalfundi Félags Grunnskólakennara en þar er ég að fara að reyna að bjóða mig fram í­ embætti eftir rúmar tvær vikur. Ég er ekki viss um að ég myndi sjálfur treysta manni með svona skegg.
Mig langar til að blogga aðeins um formannsslaginn í­ Samfylkingunni. Það eru svo margir að kvarta yfir því­ að það sé verið að hella þessu yfir fólk sem engan áhuga hefur og það er í­ sjálfu sér rétt. Hins vegar er enginn að þvinga fólk til að fylgjast með stjórnmálum og mér hefur reyndar fundist að of fáir láti þau sig varða heldur en hitt. Ekki að það hafi mikil áhrif á stjórnmál á Íslandi hvort þeirra Össurar eða Ingibjargar vinnur. Eru þau ekki nánast sama manneskjan í­ mismunandi kyni? Ég hef áður sagt að ég vildi heldur sjá einhvern þriðja frambjóðanda taka þetta. Einhvern sem væri meiri jafnaðarmaður en þau tvö, staðfastari og einlægari Evrópusinni en Ingibjörg. Ætli ég hallist sjálfur ekki meira að Össuri einmitt vegna þess. Sjálfur kem ég hins vegar ekki auga á þennan þriðja frambjóðanda og þá er náttúrulega euðvelt að rausa úti í­ horni. Er framboðsfresturinn annars útrunninn?
Daví­ð Oddson virðist hafa tekið stakkaskiptum eftir að hann gekkst undir þessa aðgerð í­ fyrra. Hann er að ví­su ennþá jafn þvermóðskufullur (t.d. varðandi írak) og alltaf (Þvermóðska er það sem ég kalla staðfestu hjá jafnaðarmönnum) en ég hef ekki heyrt hann missa sig í­ skí­tkast, hroka og leiðindi í­ langan tí­ma. Ætli það hafi ekki bara verið þegar hann kallaði okkur afturhaldskommatitt. Kannski eru það fleiri en ég sem ætla að taka sig á og reyna að bæta sig í­ viðmóti og framkomu á árinu?
ífram Daví­ð. (Ég held ég hafi aldrei sagt þetta áður!)