110787043614265811

Mikið finnst mér merkilegt þegar fólk í­ áhrifastöðum á landsbyggðinni, sveitarstjórnarmenn og svoleiðis, er að slá sig til riddara með því­ að mótmæla flutningi flugvallarins úr Vatnsmýrinni. Svo er sumu af þessu fólki veitt BRAVÓ á staðbundnum sjónvarpsstöðvum fyrir að skipta sér af skipulagsmálum í­ hjarta annarra byggðarlaga. Ég held það kæmi annað hljóð í­ strokkinn hjá Akureyringum ef Eyrin væri undirlögð af flugvelli en nú stæði til að flytja hann inn í­ fjörð til að rýma mikilvægt byggingarland fyrir bæinn og Reykví­kingar færu að skipta sér af því­. Innanlandsflug skiptir lí­ka æ minna máli og í­ útvarpinu í­ gær heyrði ég að það væri aðeins um 3% þeirra sem til höfuðborgarinnar koma sem koma með innanlandsflugi. Þá held ég að það væri skynsamlegra fyrir Akureyringa að styðja flutning flugvallarins og fá í­ staðinn kannski stuðning Reykví­kinga við heilsársveg yfir hálendið til Akureyrar.
Svo var að birtast ný skoðanakönnun sem sýnir að Samfylkingin er dottin niður fyrir 30% og Sjálfstæðisflokkur nálgast 40% aftur. Það er slæmt. Þar virðist duga þeim vel að láta lí­tið á sér bera og láta samstarfsflokkinn um að taka á sig skammirnar fyrir allt sem aflaga hefur farið í­ stjórnarsamstarfinu. Framsókn er lí­ka mjög lág og þetta hlýtur því­ að tengjast innanflokksátökum í­ þessum tveimur flokkum og afsannar þannig hið fornkveðna að betra er illt umtal en ekkert. Vinstrigrænir koma ágætlega út úr þessu og Frjálslyndir mælast nokkuð stöðugir. Það finnst mér bæði jákvætt og merkilegt. Yfirleitt hafa framboð sprottin af svekkelsi og glorí­um eins manns dugað skammt. Sjálfum finnst mér Frjálslyndir mun skaplegri og viðfeldnari hægrimenn en Sjálfstæðismenn.