110907782889758838

Það er kominn einhver ví­rus í­ tölvuna heima sem bætir enn við bloggletina þessa dagana. Það er annars fátt að frétta. Frumsýning á „Taktu lagið Lóa“ á föstudaginn 25. og alveg brjálaðar æfingar alla vikuna. Ég fékk náttúrulega frí­ um helgina til að fara á aðalfund Félags Grunnskólakennara og held að um þann fund sé best að hafa sem fæst orð. Við hér fyrir norðan náðum samt fram þremur af fjórum markmiðum sem við fórum með á fundinn og það hlýtur að teljast gott.
Bætti við tengli á mömmu hér til hliðar. Endilega kí­kið á hana.

Leave a comment