110959854416326157

Jói mágur kom í­ gær og ví­rishreinsaði tölvuna, júhú! Það voru lí­ka tvær sýningar á „Taktu lagið Lóa“ um helgina. Frumsýningin á föstudaginn tókst bara mjög vel þrátt fyrir að reykvélin hafi farið af stað á öðrum stöðum en hún átti að gera og sýningin í­ gær var lí­ka ágæt. Það verður spennandi að lesa dómana þegar þeir koma.
Það að við séum byrjuð að sýna þýðir lí­ka að maður hefur kvöldin virka daga loksins frí­, ef frí­ skyldi kalla. Það stendur til að halda stjórnarfund í­ BKNE, það er verið að reyna að lokka mig í­ að spila fótbolta og svo á að vera ein æfing í­ vikunni lí­ka.
Konan mí­n fór að skellihlæja þegar ég sagði henni að ég væri að hugsa um að hitta nokkra kalla á miðvikudagskvöldum og spila með þeim fótbolta. Ég hef ekki beint verið þekktur fyrir að hafa áhuga á lí­kamlegri áreynslu hingað til. Reyndar stökk ég hæð mí­na í­ loft upp af gleði þegar ég kláraði menntaskólann yfir því­ að ég myndi aldrei framar á ævinni þurfa að stunda leikfimi. Það verður spennandi að sjá hvort ég gugni á þessu!
Hins vegar þá á ég hvorki í­þróttastuttbuxur né -bol og hef ekki átt í­ 14 ár. Hins vegar keypti ég af rælni í­þróttaskó á útsölu í­ Hagkaup sí­ðasta vor (kostuðu 1.000,- kr.) og hef núna loksins afsökun til að nota þá.

Leave a comment