Ókey, ókey, haldið í hestana. Ég lofaði Eurovisionbloggi og hér kemur Eurovisionblogg. Næstu fimm lönd sem ég ætla að fjalla um eru:
Bosnía: Alveg er þetta lag einhvern vegin út úr kú. Hljómar eins og týpísk sænsk ABBA endurvinnsla (en Svíar hafa sent Abba-eftirhermur í keppnina ótal sinnum) en er svo bara frá Bosníu! Voðalega óbalkneskt. Svolítill Geirmundur í þessu líka. Verra en íslenska lagið.
Belgía: Þetta er mjög rólegt og fallegt og yfirvegað og fágað og margt annað jákvætt en voðalega ómelódískt og óeftirminnilegt og annað óeitthvað. Minnir helst á íslenska lagið frá í fyrra sem enginn man einu sinni hvað heitir lengur (Heaven). Verra en íslenska lagið.
Hvíta-Rússland: Gæðin á upptökunni sem ég heyrði voru mjög slæm svo kannski átti þetta ekki að hljóma eins og Ertha Kitt að syngja með Rickshaw. íkveðin Wild Boys stemming þarna, eflaust undir úkraínskum áhrifum. Þetta skorar samt engin stig(líklegasti núllarinn). Lélegasta lagið hingað til.
Austurríki: Þetta er tær snilld. Alger sýra. Týrólsk salsa-músík með trompeti og jóðli! Arfaslakt lag en skemmtanagildið í hámarki. Hrat miðað við íslenska lagið.
Andorra: Trommusláttur og læti. Hér á augsýnilega að nota trikkið frá úkraínu í fyrra. Það er samt góður taktur og melódía í þessu. Austur evrópskt og drungalegt, svífur einhver tregi yfir vötnum og svona, drama, fiðlur og trommur. Svakalega Balkan (samt er Andorra ekki á Balkanskaganum og ekki einu sinni í Austur Evrópu)! íkaflega svipað og íslenska lagið.
Þá læt ég þessu Eurovisonbloggi logið en innan tíðar mun ég fjalla um Albaníu, úkraínu, Bretland, Tyrkland og Sviss. Eigið góðar stundir þangað til.