Jæja, hvaða tíu lönd ætli komist nú áfram í úrslitakeppnina? Ég er eiginlega alveg viss um að það verða ekki þau tíu lönd sem ég gaf hæstu stigin. T.d. stórefast ég um að Finnar eða Danir komist áfram þó mér hafi líkað ágætlega við þessi lög. Best að fara skipulega yfir þetta.
5 stig: Ég gaf aðeins einni þjóð 5 stig og það voru Norðmenn. Ég held að Evrópa eigi ekki eftir að fíla þetta lag jafn vel og ég en það hlýtur samt að komast áfram.
4 stig: Þarna eru fleiri lönd á ferð. Ég gaf Hollandi,Mónakó, Finnlandi, Rúmeníu, Íslandi og Sviss fjögur stig. Af þessum löndum stórefast ég um að Finnland, Mónakó og Holland komist áfram. Til þess eru lögin bara ekki nógu grípandi, alþjóðleg eða fjörug.
3 stig: Danmörk, Pólland, Eistland, Ungverjaland og Austurríki fengu 3 stig hjá mér. Nokkrar þessara þjóða eru þó líklegri til að ná áfram en Finnar, Mónakóar og Hollendingar. Eistneska lagið er t.d. fjörugt og grípandi og sungið af sætum stelpum, ungverska lagið er drungalegt og svolítið etnó í því og austurríska lagið er fyrst og fremst fyndið og skemmtilegt og jóðl í því og allt. Ég gæti alveg trúað einhverjum af þessum þremur þjóðum til að ná áfram og jafnvel Pólverjum þó mér finnist það vafasamt.
2 stig: Ég gaf ekki mörgum löndum 2 stig, bara Moldavíu, Litháen og Króatíu. Þó ég hafi gefið Króötum 2 stig eru þeir samt líklegir til að ná áfram þar sem nágrannaþjóðir þeirra eiga eflaust eftir að kjósa þá og þeir eru besta Balkan-þjóðin í undankeppninni (Grikkir og Albanir eru betri en þeir eru komnir í úrslitin).
1 stig: Það er nú slappt að fá bara eitt stig en samt gaf ég fullt af þjóðum ekki nema þetta eina stig. Það eru Makedónía, Andorra, Búlgaría, Slóvenía, Belgía, Portúgal, ísrael og Hvíta-Rússland. Mér finnst ákaflega ótrúlegt að nokkurt þessara landa komist áfram en þó er spurning með ísraelana því þeir virðast oft komast langt á skelfilegustu vitleysu. Þannig minnir mig að Finninn í þáttunum hafi verið hrifinn af þeim. Söngkonan er visulega algert megabeib. Það væri samt skandall ef þetta kæmist áfram en Mónakó dytti út (sem þeir gera líklega).
0 stig: Alverstu lögin. Hratið. Enda ekki nema tvær þjóðir sem fá þessa útreið hjá mér: írland og Lettland. Sænska stelpan var samt yfir sig hrifin af Lettum og þrátt fyrir hugmyndaleysið og lágkúruna gætu þeir komist áfram. írar geta hins vegar gleymt þessu.
Þær þjóðir sem eiga samkvæmt þessu möguleika á að komast í úrslitin eru: Noregur, Rúmenía, ísland, Sviss, Pólland, Ungverjaland, Eistland, Austurríki, Króatía, ísrael og Lettland. Þetta eru ellefu lönd en eigungis 10 sæti þannig að ég verð að fella eina þjóð út. Það er freistandi að taka út Lettana eða ísraelana þar sem ég gaf þeim fæst stig en ég held samt að það sé líklegra að Pólverjarnir nái þessu ekki. Þannig að hér birtist loka spádómur um löndin sem komast áfram í úrslit (ath. ekki raðað eftir stigaröð heldur stafrófsröð): Austurríki, Eistland, Ísland, ísrael, Króatía, Lettland, Noregur, Rúmenía, Sviss og Ungverjaland.