111557387342669050

Jæja, hvaða tí­u lönd ætli komist nú áfram í­ úrslitakeppnina? Ég er eiginlega alveg viss um að það verða ekki þau tí­u lönd sem ég gaf hæstu stigin. T.d. stórefast ég um að Finnar eða Danir komist áfram þó mér hafi lí­kað ágætlega við þessi lög. Best að fara skipulega yfir þetta.

5 stig: Ég gaf aðeins einni þjóð 5 stig og það voru Norðmenn. Ég held að Evrópa eigi ekki eftir að fí­la þetta lag jafn vel og ég en það hlýtur samt að komast áfram.

4 stig: Þarna eru fleiri lönd á ferð. Ég gaf Hollandi,Mónakó, Finnlandi, Rúmení­u, Íslandi og Sviss fjögur stig. Af þessum löndum stórefast ég um að Finnland, Mónakó og Holland komist áfram. Til þess eru lögin bara ekki nógu grí­pandi, alþjóðleg eða fjörug.

3 stig: Danmörk, Pólland, Eistland, Ungverjaland og Austurrí­ki fengu 3 stig hjá mér. Nokkrar þessara þjóða eru þó lí­klegri til að ná áfram en Finnar, Mónakóar og Hollendingar. Eistneska lagið er t.d. fjörugt og grí­pandi og sungið af sætum stelpum, ungverska lagið er drungalegt og svolí­tið etnó í­ því­ og austurrí­ska lagið er fyrst og fremst fyndið og skemmtilegt og jóðl í­ því­ og allt. Ég gæti alveg trúað einhverjum af þessum þremur þjóðum til að ná áfram og jafnvel Pólverjum þó mér finnist það vafasamt.

2 stig: Ég gaf ekki mörgum löndum 2 stig, bara Moldaví­u, Litháen og Króatí­u. Þó ég hafi gefið Króötum 2 stig eru þeir samt lí­klegir til að ná áfram þar sem nágrannaþjóðir þeirra eiga eflaust eftir að kjósa þá og þeir eru besta Balkan-þjóðin í­ undankeppninni (Grikkir og Albanir eru betri en þeir eru komnir í­ úrslitin).

1 stig: Það er nú slappt að fá bara eitt stig en samt gaf ég fullt af þjóðum ekki nema þetta eina stig. Það eru Makedóní­a, Andorra, Búlgarí­a, Slóvení­a, Belgí­a, Portúgal, ísrael og Hví­ta-Rússland. Mér finnst ákaflega ótrúlegt að nokkurt þessara landa komist áfram en þó er spurning með ísraelana því­ þeir virðast oft komast langt á skelfilegustu vitleysu. Þannig minnir mig að Finninn í­ þáttunum hafi verið hrifinn af þeim. Söngkonan er visulega algert megabeib. Það væri samt skandall ef þetta kæmist áfram en Mónakó dytti út (sem þeir gera lí­klega).

0 stig: Alverstu lögin. Hratið. Enda ekki nema tvær þjóðir sem fá þessa útreið hjá mér: írland og Lettland. Sænska stelpan var samt yfir sig hrifin af Lettum og þrátt fyrir hugmyndaleysið og lágkúruna gætu þeir komist áfram. írar geta hins vegar gleymt þessu.

Þær þjóðir sem eiga samkvæmt þessu möguleika á að komast í­ úrslitin eru: Noregur, Rúmení­a, í­sland, Sviss, Pólland, Ungverjaland, Eistland, Austurrí­ki, Króatí­a, ísrael og Lettland. Þetta eru ellefu lönd en eigungis 10 sæti þannig að ég verð að fella eina þjóð út. Það er freistandi að taka út Lettana eða ísraelana þar sem ég gaf þeim fæst stig en ég held samt að það sé lí­klegra að Pólverjarnir nái þessu ekki. Þannig að hér birtist loka spádómur um löndin sem komast áfram í­ úrslit (ath. ekki raðað eftir stigaröð heldur stafrófsröð): Austurrí­ki, Eistland, Ísland, ísrael, Króatí­a, Lettland, Noregur, Rúmení­a, Sviss og Ungverjaland.