111557158816084370

Þá erum við búin að fá að heyra og sjá öll lögin í­ undanúrslitakeppninni. Ég verð nú að segja að þessi sí­ðasti hluti var lang slappastur. Fyrst kom …

Makedóní­a: Dansararnir voru flottir og lagið bauð alveg upp á góða stemmingu. Það var fí­n laglí­na í­ þessu og svona, en flutningurinn var fyrir neðan allar hellur og hálf vandræðalegur á köflum. Voðalega vanalegt lag sem flytjandinn náði að eyðileggja. Ég hefði gefið 1.

Andorra: Ég hafði voðalega gaman af Andorra í­ fyrra og þegar ég heyrði þetta lag á diskinum þá fannst mér það ágætt. Það hins vegar missir mikið í­ þessu myndbandi. Magnaði trommutakturinn sem var í­ þessu er horfinn og söngkonan að missa sig í­ einhverjum geiflum. Hún söng samt mjög vel og mikið er nú fallegt landslagið í­ Andorra. Ég hefði gefið 1 stig fyrir að syngja á katalónsku.

Sviss: Þetta er flott lag. Grí­pandi og góð stemming í­ því­. Stelpuband með flott rokk og þetta sví­nvirkar saman. Aðalsöngkonan lí­ka með pinna í­ tungunni og það er frekar pönkað. Ég fékk samt soldinn kjánahroll yfir textanum: Cool Vibes, why don’t you kill me? Ég hefði samt gefið 4.

Króatí­a: Þetta var mjög smart ví­deó. Pí­parinn og dansararnir í­ glerkúplunum voru dulúðarfullir og framandi. Það var svipuð stemming í­ þessu og hjá Makedónum en mun betur gert samt. Lagið kannski ekki alveg eins gott en söngvarinn mun betri og allur flutningur kraftmeiri og skemmtilegri. Ég hefði gefið 2.

Búlgarí­a: Hvað er eiginlega í­ gangi þarna? Þetta myndband var nokkuð flott en lagið að sama skapa hreinasta hörmung. Ég hefði þó verið til í­ að gefa þeim eitthvað fyrir það ef þeir hefðu sungið á búlgörsku. Flugvélin, fornbí­llinn og gellan fá samt stig. Ég hefði gefið 1.

írland: írarnir eru ömurlegir í­ ár. Að ví­su voru kommúnistastjarnan og rauða alpahúfan skemmtileg en passuðu bara engan veginn inn í­ þetta lag sem átti að fjalla um ást en snérist frekar um einhvern rembing og kreisting. Lí­nudansararnir áttu að lyfta þessu upp en voru álí­ka út úr kú og stjarnan og húfan. Ég vil fá lag á gelí­sku frá írum. Ég hefði gefið 0.

Slóvení­a: Þetta lag byrjaði rosalega vel og minnti á eitt besta lag sem hefur verið í­ Eurovision, hið slóvenska Neka mi ne svane, en sí­ðan tapaði það sér í­ einhverju rokki sem það náði ekki að vera. Myndbandið átti að vera voðalega sexý og flott en öll naflaskotin af söngvaranum hálfum á kafi í­ sundlauginni og atriðið þegar hann dýfði lokkunum aðeins ofaní­ og sveiflaði svo makkanum aftur var eiginlega bara hlægilegt. Ég hefði gefið 1.

Danmörk: Danir hafa voðalegar væntingar til þessa lags rétt eins og Finnarnir til sí­ns lags. Ég held þó að báðar þjóðir eigi eftir að verða fyrir vonbrigðum og ég varð fyrir vonbrigðum með Dani í­ ár. Þetta lag er n.k. léleg eftirherma af gamla Rollo og King slagaranum Never ever let you go sem var nálægt sigri í­ keppninni 2001. Það verður samt að segjast eins og er að Danirnir eru góðir meira að segja þegar þeir eru lélegir. Ég hefði gefið 3.

Pólland: Pólverjar eru sí­ðastir í­ undankeppninni og hafa ákveðið að fara leið sem fellur mér vel að skapi, þ.e. að syngja á sí­nu eigin móðurmáli og leita í­ sí­na eigin tónlistarhefð. útkoman er fjörugt og skemmtilegt lag þar sem austur-evrópskur og hálf-sí­gaunskur andi sví­fur yfir vötnum. Ég var eiginlega kominn alveg upp í­ 4 með þetta lag þegar hægi kaflinn kom sem dró það talsvert niður. Ég hefði gefið 3.

Það gera 16 stig frá mér í­ dag fyrir 9 lög og það verður nú að segja að það er frekar slappt. Reyndar ekki nema tveimur stigum minna en ég gaf í­ fyrstu vikunni. Núna ætla ég að fara og fá mér kaffi en á eftir þá tek ég þetta kannski saman og spái í­ því­ hvaða tí­u lönd komast í­ úrslitakeppnina.