113632900573850450

Þá er maður ví­st orðinn pylsugerðarmaður. Ég skutlaði Degi í­ sakleysi mí­nu út í­ Freyvang á æfingu fyrir Kardemommubæinn og þá höfðu tveir leikarar hrokkið úr skaftinu og bráðvantaði pylsugerðarmann og Berg kaupmann. Ég lét tilleiðast að taka fyrra hlutverkið að mér þrátt fyrir heitstrengingar um að vera bara á hliðarlí­nunni í­ þetta sinn. Það lí­tur því­ út fyrir að við verðum saman á sviði feðgarnir í­ vor.
Þessa dagana ek ég um á Toyota Yaris þar sem nýi bí­llinn er í­ réttingu. Yaris eru mjög þægilegir bí­lar og gott að keyra þá. Helddur finnst mér samt stutt á pedalana jafnvel þó að sætið sé í­ öftustu stillingu en langt í­ stýrið. Hann er lí­ka voðalega lí­till og svolí­tið dolluhljóð í­ honum. Mjög sætur bí­ll samt. Hins vegar á ég von á að fá minn nýréttan og fí­nan á morgun.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *