113688466247651721

Ég var í­ Reykjaví­k um helgina vegna þess að það var formannafundur hjá FG í­
dag. Btw þá erum við komin með nýja heimasí­ðu.
Ég ætla nú ekkert að tala um það þar sem ég var búinn að lofa að fjalla aðeins
um Narní­u.

Narní­a

Hér er um að ræða eina af þessum ævintýramyndum sem eru orðnar svo vinsælar í­
kjölfar Lord of the Rings og Harry Potter. Þó svo að Narní­a sé ekki jafn góð og
þær fyrrnefndu þá er hún samt mjög fí­n ef maður er tilbúinn að lí­ta fram hjá
ákveðnum þáttum. Hún er t.d. mun betri en Legend og Willow sem voru gerðar á 9.
áratugnum.
Aðalgallinn við myndina er að sjálfssögðu sá að sagan (sögurnar)um Narní­u er
einfaldlega ekki mjög góð. Nornin, Ljónið og skápurinn er samt sú skásta
þeirra. Sagan er mjög augljós einföldun og myndlí­king af einfeldningslegri
kristni. Aslan er mjög flottur sem kristsgerfingurinn sem fórnar sér fyrir
syndir mannanna og rí­s svo upp frá dauðum en nornin er hálf máttlaus fulltrúi
hins illa.
Tæknilega er myndin mjög flott og þarna skiptir það máli að tölvugrafí­kin og
tæknibrellurnar skipta máli upp á söguþráðinn og umhverfi myndarinnar öfugt við
King Kong. Sá galli er þó á þessu að djúpt inni í­ klakahöllum er flennibirta og
mjúkur snjór sem lí­kist mjög annað hvort lausamjöll eða einangrunarkorki. Engum
virðist heldur vera mjög kalt í­ þessu vetrarrí­ki og skitir þá einu þótt
viðkomandi sé annað hvort nakinn (þ.e. dýr) eða í­ stuttbuxum. Það grefur mjög
undan því­ að myndin sé nokkurn tí­mann skelfileg. Tæknivinna, kvikmyndataka,
o.s.frv. með ágætum fyrir utan þetta. Hljómlistin í­þessum týpí­ska
ævintýra-sinfóní­u stæl sem Star Wars skapaði.
Leikararnir eru í­ raun fáir. Það eru krakkarnir, fauninn og einn kentár. Annað
er tölvugrafí­k og verður að segjast eins og er að tölvukarakterarnir Aslan og
bjórinn standa upp úr. Eldri systkinin tvö eru lí­ka ágæt og svikuli bróðirinn
er svo sem allt í­ lagi og ekki gerður að illmenni. Svik hans eru jafnvel
skiljanleg en þó þótti mér kjánalegt að hann var allt öðruví­si útlits en hin
systkinin sem öll voru ljós, rauð- til ljóshærð og grannvaxin. Þessi kubbslegi
dökkhærði og dökki yfirlitum drengur stakk því­ svolí­tið í­ stúf. Yngsta systirin
var hins vegar gersamlega óþolandi í­ skælum og grettum sem áttu lí­klega að vera
krúttlegar. Ég veit það ekki, sumum finnst þetta sætt.
Myndin er hins vegar hin besta fjölskylduskemmtun, hvergi dauður punktur í­
sögunni sem heldur vel athyglinni og ekkert annað en Disneyyfirbragðið sem
dregur hana niður. Þeir sem fara að sjá hana og búast við Lord of the Rings eða
Harry Potter verða hins vegar fyrir vonbrigðum. Mun betri mynd en King Kong
samt.
Kveðja að sinni.