Samkvæmt skoðanakönnun sem sagt er frá í Fréttablaðinu í dag fengi Sjálfstæðisflokkurinn 9 borgarfulltrúa í Reykjavík, Samfylkingin 5 og Vinstri-grænir 1. Aðrir fengju engann. Þarna er gamla glundroðakenning íhaldsins líklega að koma í ljós. Það er samt ekki óhugsandi að Samfylking og Vinstri-grænir bæti einum við sig hvor og nái meirihlutanum. Líklegra er þó að þessir flokkar bítist um fylgið hvor við annan. Frjálslyndir ná e.t.v. einhverju af Sjálfstæðismönnum og kannski Samfylkingin líka. Líklegast þykir mér þó á þessari stundu að Vilhjálmi og co. takist að fella meirihlutan (sem reyndar er fallinn því hann felldi sig sjálfur). Bjartsýnismaðurinn ég neitar samt að gefa upp alla von.