114475658884486467

Eldri sonur minn er að fara að fermast eftir rúma viku. Hann fermist borgaralega enda verið alinn upp utan trúfélaga og trúarbragða. Vegna þessa fór ég að hugsa um ferminguna mí­na á sí­num tí­ma. Málið var það að ég uppgötvaði það frekar fljótt í­ fermingarfræðslunni að ég gat ekki í­myndað mér að staðfesta skí­rnarheitið og þegar ég sótti messu í­ kapellunni á hrafnistu eins og okkur var skylt að gera endaði það með því­ að ég lét mig hverfa og gekk út. Mér ofbauð svo trúarofstækið (í­ hefðbundinni messu hjá þjóðkirkjunni) að ég mætti aldrei aftur. Samt lét ég ferma mig! Af hverju? Jú, vegna þess að ég taldi mér trú um á þeim tí­ma að ég væri Deisti. Ég þóttist sjá slí­k merki í­ náttúrunni og náttúrulögmálunum sem báru þess vitni að þetta gæti ekki allt verið sprottið af tilviljun. Eitthvert æðra vald hlyti að hafa búið til þessi lögmál og sett allt af stað þó svo að það sama vald væri annaðhvort farið á braut, skipti sér ekki af sköpunarverkinu eða hefði einfaldlega ekki mátt til þess. Mér fannst því­ gersamlega tilgangslaust að vera að tilbiðja það. í dag gengur fólk sem trúir á e-ð svona undir nafninu sköpunarsinnar og kalla kenninguna vitþróunarkenningu (sem andsvar við þróunarkenningu). Munurinn er náttúrulega sá að þróunarkenningin er ví­sindi en vitþróunarkenningin eru hindurvitni. Allt á þetta rætur að rekja aftur til 17. aldar þegar endurreisnarmenn fóru að vegsama skynsemina og endurvekja forna tækniþekkingu og margir þeirra sáu að kristnin meikaði engann sens (ekki einu sinni á þeim tí­ma). Deismi var bull þá og vitþróun er það í­ dag.
Ég man lí­ka greinilega hvenær þessi hræsni fór af mér. Það var daginn eftir ferminguna þegar ég vaknaði og tók vörutalningu á gjöfunum. Þá rann upp fyrir mér ljós af hverju ég hafði fermst og það hafði sko ekkert með neinn Deus að gera. Þess vegna vildi ég bjóða syni mí­num upp á að fermast, fara í­ fermingarfræðslu sem snýst um manngildi, siðfræði o.s.frv. og fá hina eftirsóttu fermingarveislu án þess að vera að hræsnast með einhverja trú í­ því­ samhengi. Ef hann verður trúaður sem fullorðinn maður þá getur hann bara gengið í­ eitthvert trúfélag.
Ég hitti stundum fólk sem er ekki trúað en lætur samt skí­ra og ferma börnin sí­n en segir svo í­ framhaldinu að þau geti svo ákveðið þetta sjálft þegar þau verða fullorðin. Það finnst mér undarlegt.
Sjálfur er ég mjög hrifinn af ísatrú. Vættirnar í­ umhverfinu finnast mér vera mjög skemmtileg tákn fyrir náttúruna. Fossbúinn, gilbúinn og tröllin í­ fjöllunum eru mjög sterk tákn fyrir umhverfið, rétt eins og goðin sjálf tákna náttúruöflin. Goðsögurnar eru svo dæmisögur sem færa okkur heim allskyns grundvallar sannindi eins og til dæmis að varast græðgi, passa okkur á viðsjárverðu fólki, sækja okkur fróðleik o.s.frv.
Mig grunar að margt kristið fólk sé álí­ka kristið og ég er ísatrúar. Þ.e. það lí­tur á Biblí­una sem safn dæmisagna sem færi manni heim sjálfssögð sannindi um gildi góðmennsku, kærleika, fyrirgefningar o.s.frv. Guð er ágætt tákn fyrir hið góða í­ manninum og himnarí­ki er það að lí­ða vel í­ samneyti með guði (þ.e. hinu góða í­ manni sjálfum). Helví­ti er þá að sama skapi það að vera ekki í­ sambandi við þennan sama guð og lí­ða illa. Þetta eru allt fallegt tákn til að nota yfir lí­ðan okkar og umhverfi án þess að trú á nokkra yfirnáttúru sé þar á ferð.
Ég er voðalega hræddur um að ef kristnir teldust einungis þeir sem eru það í­ raun (samkvæmt trúarjátningunni) þá myndi fækka verulega í­ þjóðkirkjunni. A.m.k. held ég að mjög fáir í­ dag trúi í­ raun á þrí­einan guð (já, yfirnáttúrulega og almáttuga veru sem skapaði og ræður öllu, ekki tákn, sem er bæði þrí­r og einn!) að hann hafi sent son sinn til jarðarinnar (fæddann af hreinni mey) til að deyja fyrir syndir okkar (en við fæðumst öll bersyndug) og að ef við trúum þessu komumst við í­ himnarí­ki eftir dauðann (ekki í­ samband við hið góða í­ sjálfum okkur heldur á raunverulegan stað eftir að við deyjum) en ef við trúum því­ ekki komum við til með að þjást í­ helví­ti (sbr. himnarí­ka, raunverulegur staður sem við förum til eftir að við deyjum ef við trúum ekki á Jesú) þangað til téður Jesús kemur og dæmir okkur (Upp úr bók!). Þessu þarf raunverulega að trúa til að teljast kristinn þó svo ég efist um að margir sem segjast vera kristnir átti sig á því­.