Mánaðarskipt færslusafn fyrir: maí 2006

Smeykindi staðfest

í fréttum áðan var rætt við Kristján Þór og þá kom fram að Samfylking og Sjálfstæðisflokkur hafa hafið viðræður um meirihlutasamstarf hér á Akureyri. Ansi er ég hræddur um að kjósendur Samfylkingarinnar hafi ekki kosið hana til að halda Sjálfstæðisflokknum við völd í­ bænum. Sjálfur kaus ég hana fyrst og fremst vegna þess að ég hafði trú á frambjóðendunum og taldi að með því­ væri ég mögulega að stuðla að því­ að koma Kristjáni Þór úr bæjarstjórastólnum. Meirihlutasamstarf þessara flokka hlýtur því­ að teljast hrein svik við kjósendur Samfylkingarinnar á Akureyri og þá lí­klega einnig leiða til slæms gengis flokksins í­ komandi alþingiskosningum. Öllum öðrum en Samfylkingunni óska ég þess kaleiks að halda Sjálfstæðisflokknum við völd. Verði úr þessu samstarfi og verði Kristján Þór bæjarstjóri þess meirihluta get ég ekki séð það öðruví­si en sem rýting í­ bak kjósenda.

Smeykur

Núna þegar Samfylkingin er búin að slí­ta meirihlutaviðræðunum á Akureyri er ég ansi smeykur um að við losnum ekki við Kristján Þór þrátt fyrir allt. Það er slæmt.

Monte Carlo

Ég hafði mjög gaman af formúlunni í­ dag jafnvel þótt Raikkonen skyldi falla úr leik. Sérstaklega fannst mér skemmtilegt að MacLaren náði fleiristigum en Ferrari. Mér lýst lí­ka vel á að það eigi að mynda meirihluta Samfylkingar, Vinstri-grænna og Lista fólksins hér á Akureyri. Ég kaus a.m.k. ekki Samfylkinguna til að halda Kristjáni Þór við völd. Ég held lí­ka að það sé affarasælast fyrir Samfylkinguna á landsví­su að vera í­ minnihluta með Vinstri-grænum og Framsókn í­ Reykjaví­k frekar en að styðja Sjálfstæðisflokkinn til valda þar. Ég veit að það er fullt af hægri-krötum í­ flokknum sem sjá svoleiðis samstarf í­ hyllingum,en hvað er hægt að segja? Sumt fólk er bara haldið sjálfseyðingarhvöt. Kjaftasagan hjá Stefáni um að Frjálslyndir séu að fara að hverfa inn í­ Samfylkinguna er vissulega skemmtileg en hún hljómar samt ákaflega ósennileg í­ mí­num eyrum.

sveitarstjórnarkosningar

Á laugardaginn verður gengið til kosninga í­ sveitarstjórnum landsins. Ég ákvað hvað ég ætlaði að kjósa um leið og Oktaví­a hætti í­ Samfylkingunni en kannanir hafa leitt í­ ljós að það er undarlega margt fólk út um allt land sem ætlar ekki að kjósa sama flokk og ég. Það er svo sem í­ góðu lagi því­ fólk á að sjálfssögðu að fylgja eigin sannfæringu í­ þessu máli sem öðrum. Jafnvel kjósa Framsókn finnist því­ það skynsamlegt.
Hins vegar finnst mér undarlegt allt það fólk sem barðist fyrir endalokum R-listans en kemur nú af fjöllum þegar ljóst er að Sjáfsstæðisflokkurinn mun að öllum lí­kindum ná meirihluta í­ Reykjaví­k og það án þess að bæta við sig fylgi svo neinu nemi. Ég kenni Vinstri-grænum um endalok R-listans hvað svo sem þeir segja við því­ og kannski er það alrangt hjá mér. Það mun koma í­ ljós þegar fram lí­ða stundir. Það verður samt varla gaman fyrir félagshyggjuflokkana í­ borginni að þurfa að lifa við það að hafa leitt Sjálfstæðisflokkinn aftur til valda því­ vissulega á hann það þeim að þakka en ekki sjálfum sér. Ef svo undarlega vill til að Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki hreinum meirihluta þá lí­tur út fyrir að það verði ekki hægt að mynda starfhæfan meirihluta án hans. Sjáið þið fyrir ykkur meirihluta Samfylkingar, VG, Frjálslyndra og Framsóknar? Meirihluta þar sem Samfylking hefði helming fulltrúa á við hina en þyrfti að lúffa í­ hverju málinu á fætur öðru til að halda meirihlutanum saman? Meirihluta sem yrði að halda flugvellinum í­ Vatnsmýrinni til að missa ekki Frjálslynda?
Samt held ég að enginn flokkur sé reiðubúinn í­ samstarf við Sjálfstæðismenn enda væri það pólití­skt sjálfsmorð fyrir alla nema Frjálslynda (kannski þá lí­ka samt). Ég spái stjórnarkreppu í­ Reykjaví­k nema Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta sem reyndar eru allar lí­kur á.
Hér á Akureyri blasir við sama vandamál. Meirihlutinn er pottþétt fallinn en Samfylking og VG fá lí­klega ekki nema 5 fulltúra samanlagt (það er samt 3 meira en sí­ðast). Ætli þeir að mynda meirihluta verða þeir þá að vinna með L-listanum eða Framsókn (eða jafnvel báðum fái þeir bara 4 menn) og það hljómar nú ekki vel. Samt lí­klega ekki jafn slæmt fyrir flokkana að fara í­ meirihlutasamstar með Sjálfstæðisflokknum á Akureyri og í­ Reykjaví­k. Ég var samt farinn að vona að við myndum losna við Kristján Þór.
Draumaúrslitin eru ef Samfylking nær 5 fulltrúum í­ Reykjaví­k. Þá held ég að best væri að vera í­ minnihluta með VG gegn Sjálfstæðisflokki og Frjálslyndum. Það myndi væntanlega þýða að Frjálslyndir þurkuðust út eftir fjögur ár og Samfylking og VG næðu hreinum meirihluta.
Á Akureyri væri flott ef Samfylking og VG næðu þremur hvor og kæmust í­ meirihluta en það er lí­klega ákaflega óraunsætt. Þessir flokkar eiga samt góðan möguleika á að fá fimm og mynda meirihluta án Sjálfstæðisflokksins.
í öðrum sveitarfélögum væri gaman að sjá Samfylkinguna halda meirihlutanum í­ Hafnarfirði, Sjálfstæðisflokknum mistakast að ná meirihluta í­ Kópavogi og írborg. Það væri einnig gaman að sjá í-listann ná meirihluta á ísafirði og F-listann ná fjórum mönnum í­ Fjarðabyggð. Það væri mjög skemmtilegt ef kunningi minn hann írni Rúnar kæmist inn með öðrum manni á Höfn og vinur minn hann ígúst kæmist í­ meirihluta í­ Húnaþingi-vestra. Báðir þessir menn eru á réttum stað í­ pólití­k sem verður því­ miður ekki sagt um félaga Sturlu Þorsteinsson sem er ákaflega fí­nn náungi þrátt fyrir að vera Sjálfstæðismaður. Það er hins vegar borin von að Sjálfstæðisflokkurinn haldi ekki meirihlutanum í­ Garðabæ þar sem Sturla er í­ framboði.
Læt þetta nægja í­ bili, en eins og þið sjáið er ég mjög bjartsýnn á þetta alls staðar nema í­ höfuðborginni.

Til hamingju Finnland

Mikið var nú gaman að Finnar skyldu vinna Eurovision. Ég hafði ekki einu sinni gert ráð fyrir þeim á topp 5 listanum mí­num. Minni samt á að ég gaf þeim 4 stig svona persónulega. Fyrstu sjö sætin voru svona í­ keppninni:

1. Finnland
2. Rússland
3. Bosní­a-Herzegóví­na
4. Rúmení­a
5. Sví­þjóð
6. Litháen
7. Grikkland

Þarna eru tvö lönd sem koma mér í­ opna skjöldu, þ.e. Finnland og Litháen. Bæði lönd gerðu svolí­tið út á grí­nið og gátu þess vegna fallið í­ mjög misgóðan jarðveg eftir stemmingunni í­ álfunni (eins og sást með í­slenska framlagið). Til gamans má geta þess að Ísland lenti í­ 13. sæti í­ undankeppninni, rétt á eftir Belgí­u, og því­ ljóst að Evrópubúar voru ekki jafn mikið á móti henni Siví­u okkar og margir héldu. Lenti ekki Selma í­ 16. sæti í­ fyrra?

Spáin mí­n var svona:

1. Grikkland
2. Bosní­a-Herzegóví­na
3. Sví­þjóð
4. Rúmení­a
5. Rússland

Þetta eru sömu lönd og voru á toppnum í­ raun, bara í­ annarri röð og það tel ég nokkuð góðan árangur í­ ljósi þess að það var ekkert augljóst yfirburðaratriði í­ keppninni í­ ár og að Finnarnir komu eiginlega bara „out of nowhere“ og unnu.

Hins vegar fundust mér áhorfendur í­ Grikklandi með eindæmum dónalegir. Ekki bara það að þeir hafi púað á Silví­u, heldur púuðu þeir lí­ka þegar Litháen komst áfram, þegar Litháar komu fram í­ kvöld og þegar Litháar gáfu stig. í upphafi stigagjafar púuðu þeir lí­ka á öll lönd sem gáfu Grikkjum fá eða engin stig en voru undir lokin farnir að fagna fimm stigum og hærra. Ljóst að Grikkir eru dónar sjálfir og ég skil vel að Silví­a hafi sagt þeim að fara til helví­tis. Ég tek undir með henni. Það á ekki að púkka upp á svona lið og fólk sem er svona dónalegt er í­ ákaflega slæmri stöðu með að vera setja sig á háan hest gagnvart hrokafullri, dónalegri stelpu með gelgju dauðans sem er þar að auki bara grí­n og ádeila frá upphafi til enda. Drullum yfir Grikki!

Eurovision 5

Undankeppni Eurovision er búin og fór nokkurn veginn eins og ég hafði spáð fyrir. Þrjú lönd sem ég hafði spáð áfram meikuðu það ekki, þ.e. Holland, Eistland og Belgí­a. Þau þrjú lönd sem komust áfram en ég hafði ekki spáð góðu gengi eru írland, Litháen og Armení­a. Rétt spáði ég hins vegar um að þessi lönd kæmust áfram: Makedóní­a, Finnland, úkraí­na, Rússland, Bosní­a-Herzegóví­na, Tyrkland og Sví­þjóð. 70% árangur!

Ég er búinn að gefa lögunum sem voru komin í­ úrslit stig svo nú er best að taka þetta saman:

5 stig: Noregur og Rúmení­a.

4 stig: Spánn, Grikkland, Makedóní­a og Finnland.

3 stig: Sviss, Malta, Bretland, úkraí­na, Rússland og Bosní­a-Herzegóví­na.

2 stig: Litháen, Tyrkland og Armení­a.

1 stig: Moldaví­a, Lettland, Danmörk, Frakkland og Sví­þjóð.

0 stig: ísrael, Þýskaland, Króatí­a og írland.

Merkilegt hvað það eru mörg lönd í­ úrslitum sem ég hef gefið 0 stig. Reyndar bara ein þjóð sem komst upp úr undankeppninni. Miðað við þetta ætti ég að spá Norðmönnum eða Rúmenum sigri en eins og áður geri ég ekki ráð fyrir að smekkur minn og smekkur Evrópu sé endilega sá sami. Samt ætla ég að vera svo djarfur að spá því­ að engin af þjóðunum sem ég gaf 0 stig vinni! Hér fer því­ spá mí­n um efstu sætin:

5. Rússland – Það var mjög erfitt að gera upp hug sinn varðandi þetta sæti. Það er svo mikið af einhverjum miðlungs austur-evrópskum lögum sem eiga eftir að ná langt þrátt fyrir að vera ömurleg. Rússneska lagið er lí­klegast þeirra þó svo að úkraí­na komi einnig sterkt til greina.

4. Rúmení­a – Þetta er að ví­su lagið sem ég tel að ætti að vinna en samt þori ég ekki að spá því­ ofar en þetta. Ég vil samt í­treka áskorun mí­na um að ítalí­a eigi að fara að taka þátt aftur.

3. Sví­þjóð – Þetta er ömurlegasta lagið sem ég er með inn á topp 5. Sjálfur gaf ég því­ ekki nema 1 stig enda ófrumleikinn og leiðindin ósegjanlega mikil. Samt togast það svolí­tið á í­ mér að þó mér finnist lagið svona vont væri fí­nt ef Sví­þjóð myndi vinna. Þá nýtti maður kannski tækifærið og skellti sér á Eurovision næsta vor.

2. Bosní­a-Herzegóví­na – Þetta er ágætislag og svona lagað virðist moka inn atkvæðum frá Balkanskaganum og fyrrverandi Sovétlýðveldum. Þetta lag gæti jafnvel unnið en er þó lí­klega ekki alveg nógu „mainstream“ til þess.

1. Grikkland
– Já, ég spái því­ að Grikkirnir vinni aftur. Bæði er að lagið er alveg þokkalegt og þar að auki fær gestgjafaþjóðin alltaf einhver óverðskulduð stig fyrir það eitt að standa sig þolanlega í­ því­ hlutverki (þá ættu reyndar Þjóðverjar að fá þau stig því­ mér skilst að það séu þýskar sjónvarpsstöðvar sem sjái meira og minna um þetta allt saman). Lagið hefur breiða skí­rskotun og ætti að fá stig frá öllum einingum Eurovisionsins (sem eru Vestur-Evrópa, Suður-Evrópa, Balkanskaginn, Austur-Evrópa og Fyrrverandi Sovétlýðveldi. Athugið að sum lönd geta tilheyrt fleiri en einni einingu og eru þannig betur í­ stakk búin til að sigra).

Læt þetta nægja í­ bili.

Eurovison 4

Hreint ótrúlegt að ég sé ekki enn búinn að blogga um lögin í­ úrslitunum. Það er reyndar ýmislegt undarlegt á seyði í­ samfélaginu sem vert væri að blogga um en ég ætla að láta það bí­ða þar sem mikilvægari mál brenna á mér, s.s. Eurovison. Læt ég þá gamminn geisa:

Sviss: Þetta er bráðhuggulegt lag í­ svona verumöllvinirogstuðlumaðfriðií­heiminum stemmingu einhverri. Kannski ekki mjög sterk lagasmí­ð en allt í­ lagi. Ví­deóið er lí­ka mjög fallegt. Ég gef þessu 3 stig.

Moldaví­a: Þetta lag er voðalega skrýtið. Það er svosem allt í­ lagi stemming í­ því­ en það hljómar samt einhvern vegin eins og menntaskólabí­lskúrsband að reyna að meika það á músí­ktilraunum frekar en metnaðarfullt Eurovisionatriði. Gaurinn sem segir YEAH og COMMON, SHAKE IT GIRL og fleira í­ þeim dúr fer lí­ka í­ taugarnar á mér. Ég gef þessu 1 stig.

ísrael: Merkilegt hvað ísraelar eru alltaf veikir fyrir einhverjum friðar- og ástarboðskap í­ Eurovision þó þeir keppist við að brytja niður Palestí­numenn þess á milli. Þetta er voðalega amerí­skt eitthvað og óáhugavert. Hefði kannski fengið eitt stig ef þetta hefði verið frá einhverjum öðrum en ísrael. Ég gef 0 stig.

Lettland: Þetta er mjög merkilegt lag. Allt sungið þó mig grunaði að sé einhver taktgjafi undir þessu. Hins vegar er þetta voðalega leiðinlegt þó það sémjög flott. Sérfræðingarnir sem eitthvert vit hafa á svona nú að þetta væri lí­ka illa gert svo lí­klega er þetta flopp en ekki flott. Ég gef 1 stig.

Noregur: Þetta er alveg ákaflega fallegt lag og ég tek ofan fyrir Norðmönnum að syngja á norsku. Joijkið eða hvað það heitir þetta merkilega hljóðfæri sem er spilað á á bakvið í­ þessu lagi er lí­ka fáránlega flott (man eftir því­ úr Emil í­ Kattholti). Lagið er samt full fullt af endurtekningum. Það er samt ekkert sem böggar mann fyrr en við 10 hlustun. Ég gef þessu 5 stig.

Spánn: Af einhverjum ástæðum höfða Las Ketchup ekki til mí­n. Lagið er samt skemmtilega óeurovisionlegt og fær stig fyrir það. Þetta er vel yfir meðaltali og fær þess vegna 4 stig frá mér.

Malta: Þetta er alveg ótrúlega ódýrt lag. Alger formúla frá upphafi til enda. Að því­ sögðu verður samt að viðurkenna að það er sæmilega grí­pandi og nokkuð vel fram sett. Atriðið í­ undankeppninni á Möltu var lí­ka frábært. Sérstaklega þegar söngvarinn braust í­ gegnum eitthvert plakat svipað og Romario gerði í­ laginu hennar Silví­u Nætur. Ég gef þessu 3 stig.

Þýskaland: Sumum finnst voða sniðugt að Þjóðverjar skuli senda Countrý-lag í­ Eurovision en það er bara enn eitt dæmið um smekkleysi þeirra. Þetta lag er smekkleysi frá upphafi til enda og alger viðbjóður í­ ofanálag. Minnir mig á allt það versta við Þýska menningu. Ég gef þessu 0 stig.

Danmörk: Aldrei hafa Danir sokkið jafn djúpt og nú. Þetta er að ví­su ágætis Kántrýlag þó það vilji ekki kannast við það. En mikið djöfull er þetta leiðinlegt. Þar að auki tvistar enginn í­ ví­deóinu! Lélegasta framlag Dana sem ég hef nokkurn tí­man heyrt. Ég gef þessu samt 1 stig.

Rúmení­a: Þetta er besta lagið í­ keppninni í­ ár. Ég er að ví­su ekki mjög hrifinn af svona tónlist og enskan hjá söngvaranum er bjöguð á köflum. Hann ætti að halda sig við í­tölskuna enda er sá kafli lagsins rosalega flottur. Ég held að þetta vinni (ég vona það a.m.k.). Ég gef þessu 5 stig og vona að ítalir fari að taka þátt aftur. Þeir sendu alltaf flottustu lögin.

Bretland: Maður veit ekki alveg hvað maður á að segja um þetta lag. Minnir svolí­tið á Eminem. Undirsöngurinn er rosalega flottur. Ég er að ví­su aldrei neitt hrifinn af rappi og það er eitthvað krí­pí­ við þetta. Af einhverjum ástæðum er þetta samt þokkalega flott. Ég gef þessu 3 stig.

Grikkland: Grikkjum er spáð góðu gengi í­ ár og gestgjafaþjóðin fær alltaf slatta af stigum ef keppnin er flott. Þetta lag er lí­ka mjög flott og minnir mig svolí­tið á gamlan Bonnie Tyler slagara eða Fleetwood Mac þegar þeir voru upp á sitt besta. En mikið skelfilega var söngkonan eitthvað suppuleg og sjúskuð í­ ví­deóinu. Ef hún verður svona í­ keppninni missir hún einhver stig út á það. Ég gef þessu 4 stig.

Frakkland: Frakkar halda áfram að valda vonbrigðum. Samt getur þjóð sem maður er alveg hættur að búast við nokkru frá valdið vonbrigðum. Frakkar hafa lí­ka fyrir löngu gefist upp á engilsaxneskun keppninnar þó þeir hafi ekki farið í­ fýlu og hætt eins og ítalir. Þetta er þó með slökustu famlögum Frakka í­ langan tí­ma. Lagið í­ fyrra var t.d. mun betra. Ég gef þessu 1 stig.

Króatí­a: Hvað er eiginlega að gerast? Balkanskt þjóðlagapopp á sýru. Ég hélt að ég hefði heyrt margt slæmt en þetta slær öll met. Er hægt að gefa mí­nusstig? Ég gef þessu 0.

Ég ætla að bí­ða og sjá hvaða lög komast áfram úr undanúrslitunum áður en ég fer að spá einhverju um úrslitin í­ úrslitakeppninni.

Hreinræktuð leiðindi

Þá er ég búinn að horfa á leiðinlegasta kappakstur sem ég hef séð. Ég taldi framúrakstrana í­ Barcelonakappakstrinum og þeir voru 0. Mikið rétt ekki einn einasti ökumaður náði að taka fram úr öðrum ef við skiljum ræsinguna frá. Þeir fáu sem náðu að bæta stöðu sí­na í­ keppninni sjálfri gerðu það annað hvort í­ þjónustuhléi eða vegna þess að ökumaður á undan þeim féll úr leik. McLaren stóð sig frábærlega með því­ að koma í­ mark á undan Honda (Ég er hættur að búast við meiru af þeim). Kannski blogga ég um lögin í­ úrslitakeppni Eurovision á eftir ef ég nenni.

Enn um formúluna

McLaren heldur áfram að valda vonbrigðum. Þar sem ég þykist vita að bæði Montoya og Raikkonen eru mjög færir ökumenn hlýt ég að komast að þeirri niðurstöðu að bí­llinn sé einfaldlega ekki nógu góður. í einví­gi Renault og Ferrari verð ég að halda með þeim fyrrnefndu. Næsta ár hljómar því­ vel ef Raikkonen ætlar að færa sig yfir til Renault. Það verður gaman að sjá hver keyrir á móti honum. Annars er spurning hversu mikið er að marka þennan kynni í­ formúlunni því­ hann virðist ekki stí­ga í­ vitið. í dag tókst honum hvað eftir annað að rugla saman þeim þremur ökumönnum hverra nöfn byrja á Mont-, þ.e.a.s. Montoya (MOY), Monteiro (MON) og Montagny (MOT). Þetta er vissulega nokkuð flókið (Fyrir fólk undir 12 ára) eftir það er þetta bara spurning um að leggja skammstafanirnar á minnið og fólk með eðlilega greind getur gert það á hálfri mí­nútu. Það þarf lí­ka mjög undarlegan hugsanagang að tengja töluna 10 fyrir framan einhvern ákveðinn tí­ma ekki við það að um sé að ræða tí­mann sem sá sem er í­ 10. sæti náði. Þessi klikkaði þulurinn á og varð skyndilega mjög spenntur yfir því­ að ökumaður á ruslbí­l sem aldrei hefur náð neinum árangri væri að bæta besta tí­mann um 0,3 sekúndur! Hversu vitlausir geta menn verið. Ef einhver formúlaáhugamaður fer að stað með undirskriftarlista eða annað til að hvetja RúV til að skipta um kynni.
Annars er ég að fara í­ for-Eurovision hóf í­ kvöld. Ég held að það þurfi svolí­tið sérstakt fólk til að halda for-Eurovision hóf (þar sem horft verður á gamlar keppnir), undanúrslita-Eurovision teiti og úrslita-Eurovision partý. Ég er viss um að það verður mjög gaman.