Mánaðarskipt færslusafn fyrir: júlí 2006

íhugaverðar auglýsingar

Það er merkilegt þegar áhugaverðasta lesefnið í­ Fréttablaðinu eru Bónusauglýsingarnar. Enn sem komið er hafa allir flokkar á Alþingi tekið hugmyndum formanns matvælaverðsnefndarinnar fálega nema Samfylkingin. Össur sagði þó í­ einhverjum pistli að hann myndi aldrei samþykkja að fella niður tolla á sælgæti og aðra óhollustu, einhvern frmstæðismann heyrði ég segja að það væri fáránlegt að óhollt og vont útlenskt grænmeti væri ódýrara en holl og góð í­slensk framleiðsla. Þessu er ég ósammála. Þó að haldið sé úti öflugri fræðslu og forvarnarstarfsemi í­ sambandi við hollustu og heilbrigða lí­fshætti þá á að treysta fólki til að velja sjálft hvaða mat það kaupir. Svona neyslustýring er forræðishyggja af verstu sort. Mér finnst allt í­ lagi að fólk geti keypt góðar og ómengaðar í­slenskar landbúnaðarafurðir en lí­ka í­ himnalagi þó því­ bjóðist að kaupa „lakari og óhollari“ erlendar vörur ódýrar.
Myndi þá í­slenskur landbúnaður hrynja til grunna? Það efast ég um. Á það má lí­ka benda að alls staðar í­ Evrópu (a.m.k. vesturhlutanum) nýtur landbúnaður mikilla styrkja. Það er ekkert undarlegt við það að í­slenskur landbúnaður sé lí­ka styrktur. Ekki fá bændur krónu af þessum tollum og vörugjöldum. Þá er lí­ka best að styrkja bændur beint, s.s. með stuðningi við kaup á vélum og áburði. Þar að auki er undarlegt að landbúnaður þurfi að kaupa rafmagn á mun hærra verði en annar iðnaður (hvað þá stóriðja). Ef hægt er að selja álverum orku á verði sem er háð afurðaverði hlýtur að vera hægt að gera slí­kt hið sama fyrir bændur. Það er mun betri stuðningur við þá en að halda matvælaverði á Íslandi himinháu. Svo geta hagfræðingar reiknað út hvað það kemur til með að kosta að búa til styrkjakerfi fyrir landbúnaðinn svo hann lognist ekki út af komist að því­ að það sé himinhár reikningur en á móti má þá benda á hvað eitt stykki Kárahnjúkavirkjun kostar og velta þeirri spurningu upp hvort svoleiðis upphæðum sé ekki betur varið í­ að halda uppi byggð og störfum í­ sveitum (fyrir utan öll afleiddu störfin í­ kringum landbúnað í­ þorpum landsins).
Við þurfum ekki fleiri virkjanir, það er komið nóg af þeim. í staðinn fyrir Eyjabakkavirkjun getur komið gott landbúnaðarkerfi og í­ stað Norðlingaöldu styrkur og stuðningur við nýsköpunarstarf, háskóla og þekkingarþorp ví­ða um land.
Kerfið má samt ekki vera það gott að það komi í­ veg fyrir hagræðingu í­ greininni. Það fækkar stöðugt fólkinu sem þarf að vinna við undirstöðugreinarnar og framleiðsla á hvern bónda eykst stöðugt. Það sí­ðasta sem við þurfum er nýtt kjötfjall. Hins vegar sýnist mér sem ásókn í­ jarðir í­ þeim tilgangi að leggja niður búskap á þeim og leggja þær undir sumarhúsabyggð, laxveiði, útivist, skógrækt o.s.frv. sé slí­k að ekki þurfi að hafa áhyggjur af því­ að við sitjum uppi með með fjölda bænda sem framleiðir langt umfram eftirspurn.
Þetta er nú bara það sem mér finnst um þetta mál.

Sannanir ví­sindanna

Mikið leiðist mér þegar menn fara að tala um að ví­sindin hafi ekki sannað eitt eða annað. Þessarar tilhneigingar gætir helst meðal manna sem efast um þróunarkenningu Darwins og benda á að hún sé „bara“ kenning. Þetta eru menn sem myndu reyna að sanna ví­sindalegar kenningar frekar en afsanna þær. Ef svona maður væri beðinn um að gera ví­sindalega rannsókn á því­ hvort vatn syði við 100°c myndi hann sjóða vatn á hellunni heima hjá sér og mæla nákvæmlega við hvaða hitastig vatnið syði og voila; það sýður við 100°c og kenningin er sönnuð (og er þá væntanlega ekki kenning lengur). Maðurinn gæti framkvæmt þetta hundraðogfimmtí­u sinnum og sannað þannig kenninguna aftur og aftur, en alvöru ví­sindamaður þyrti ekki að sjóða vatn nema einu sinni undir miklum þrýstingi og fá þá út að vatn sýður við 150°c til að afsanna hana. Það er nefnilega það sem ví­sindin ganga út á; að setja fram kenningar sem lýsa heiminum og reyna sí­ðan að afsanna þær. Þær kenningar sem ekki reynist unnt að afsanna hljóta viðurkenningu sem lí­klegur sannleikur. Hins vegar eru þær alltaf kenningar og ekkert verri fyrir það. Þannig er það með þróunarkenninguna. Allt frá því­ að hún var sett fram hafa menn reynt að afsanna hana en ekki tekist. Þróunarkenningin hefur tekið breytingum. Hún býður upp á nokkrar mögulegar leiðir sem mannkynið gæti hafa þróast eftir en hún er í­ grunninn alveg örugglega rétt, þar sem enn hefur ekki tekist að afsanna hana. Þetta finnst mönnum sem eiga erfitt með að samþykkja að menn séu komnir af öpum alveg skelfilegt. Þeir átta sig nefnilega ekki að samkvæmt þróunarkenningunni gerðist það alls ekki þannig. Það var enginn Simpansi í­ tré í­ Afrí­ku sem ákvað allt í­ einu að skokka út á sléttuna og gerast maður. Simpansar og menn eiga hins vegar sameiginlegan forföður sem var þá hvorki api né maður. Það er í­ raun alveg jafn rétt að segja að apar séu komnir af mönnum eins og öfugt. Á það má lí­ka benda að ýmislegt sem við köllum lögmál eru kenningar. Þyngdarlögmálið heitir „Theory of gravity“ á ensku. Samt held ég ekki að nokkur maður sem hefur misst brauð með sultu á gólfið efist um þyngdaraflið vegna þess að það er „bara“ kenning.

Formaðurinn – stjörnuleit

Varla var ég fyrr búinn að skrifa sí­ðustu bloggfærslu en Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og formannswannabe lýsti því­ yfir að hér á landi hafi ekki verið rekin stóriðjustefna sí­ðustu 3 ár. Til að byrja með leit út fyrir að hann myndi komast upp með þessa fullyrðingu en hún lyktar frekar af því­ að hafa verið búin til af einhverjum slökum spunameisturum í­ iðnaðarráðuneytinu en að vera skoðun Jóns. Það leið samt ekki á löngu áður en menn voru almennt farnir að hlæja að þessum málflutningi og myndin af Valgerði á viljayfirlýsingarfundinum á Húsaví­k er nú orðin eitt vinsælasta sjánvarpsefnið á NFS.
Kannski að ráðgjafar Halldórs ísgrí­mssonar séu allir komnir yfir til Jóns. Vinnubrögðin eru a.m.k. svipuð. Það lí­tur út fyrir að Jón sé ekki alveg nógu fær í­ að búa til söguskýringar og reyndari stjórnmálamenn. Það leiðir hugann að því­ hvort þetta hafi e.t.v. verið fyrsta prófraunin í­ þá átt að verða formaður Framsóknarflokksins. GETUR JÓN TALIí FÓLKINU TRú UM Aí STÓRIíJUSTEFNAN SÉ LÖNGU DAUí?
Þetta er eins og e.k. sambland af The Apprentice og Idolinu. Næst verður Guðni að reyna að telja okkur trú um eitthvað fáránlegt; að í­slenskum bændum stafi stórhætta af landbúnaðarstefnu Evrópubandalagsins eða að Evran geti grafið undan efnahagslí­finu á Íslandi. Sí­ðan verður metið hvor hefur náð betri árangri í­ að sannfæra þjóðina.
Þá má lí­ka láta þá flytja ávörp við einhver opinber tækifæri og gera skoðanakönnun um hvor standi sig betur. Þetta gæti verið ágætis sjónvarpsefni. Sniðugast fyrir Framsókn náttúrulega að safna stórum hópi af fólki, láta það leysa svona verkefni og leifa þjóðinni að kjósa einn burt í­ hverri viku. Svo myndi sigurvegarinn standa uppi sem formaður Framsóknarflokksins og fá að leiða flokkinn í­ næstu kosningum.

Stóriðjustefnan og Björn Bjarnason

Ég las í­ Fréttablaðinu að umhverfisráðherra er hlynntur stækkun á friðlandinu í­ Þjórsárverum. Fyrrverandi umhverfisráðherra mun vera það lí­ka. í útvarpinu var leitt lí­kum að því­ að innan skamms yrði þetta meirihlutaviðhorf í­ rí­kisstjórninni og því­ fyrirsjáanlegt að friðlandið yrði stækkað og þar með útilokað að Norlingaölduvirkjun yrði nokkurn tí­man reist.
Ég er að klára að lesa Draumalandið eftir Andra Snæ. Það er mögnuð bók. Að ví­su finnst mér stundum nokkuð langt gengið í­ samlí­kingunum en það er smávægilegur galli á frábærri bók. T.d. er svakalegt að lesa um hvernig Landvirkjun og Orkustofnun hafa gengið á eftir stóriðjufyrirtækjum og reynt að pranga inn á þau orku á gjafverði. Nýjustu fréttir frá Alcoa um að orkan á Íslandi sé ódýrari en í­ Brasilí­u og undanbrögð manna við að upplýsa um orkuverðið skjóta stoðum undir þessa frásögn.
Það má segja að þessi bók sé einn af þáttunum sem eru endanlega að drepa stóriðjustefnuna og virkjunarbrjálæðið. Nú er eftitt fyrir einn mann að segja í­slendingar vilja ekki meiri virkjanir og stóriðju en ég held að fleiri og fleiri landsmenn séu að komast á þá skoðun og framtí­ð landsins liggi ekki þar. Nýjustu fréttir af væntanlegri stækkun friðlandsins í­ Þjórsárverum benda til að þessari skoðun sé að aukast fylgi í­ rí­kisstjórninni. Hún á væntanlega eftir að endurspegla vilja landsmanna þegar fram í­ sækir og þróunin hlýtur að verða sú að stóriðjustefnan verður lögð niður hægt og rólega á næstu árum. Strax í­ dag held ég að sá stjórnmálamaður sem legði til að gera Langasjó að uppistöðulóni gæti hvatt sinn pólití­ska feril og eftir Alþingiskosningar 2011 þá verður stóriðjustefnan hluti af fortí­ðinni og í­ sögubókum verður fjallað um tí­mabilið frá stofnun ísal til og með stækkunar þess ávers á næstu árum sem stóriðjutí­mabilið í­ atvinnusögu Íslands. Rétt eins og við í­ dag tölum um Nýsköpunartogarana, sí­ldarævintýrin og skútuöldina. Eitthvað sem menn hafa misjafnar skoðanir á og þykir áhugavert rannsóknarefni en er þó fyrst og fremst fortí­ðin.
En hvernig kemur Björn Bjarnason þessu við? Nákvæmlega ekki neitt. Ég man bara svo vel að þegar Björn vildi stofna í­slenskan her þá var gert grí­n að honum og Sigmund teiknaði hann aldrei öðruví­si en í­ gervi Don Kí­kóta. Samt fór það svo að þó enginn tæki Björn alvarlega og allir hlægju að honum þá tókst honum að stofna í­slenskan her. Sá er reyndar í­ dulargevi og heitir friðargæsla en er her engu að sí­ður. Nú vill Björn stofna leyniþjónustu og þá hlæja ekki jafn margir. Samt er hugmyndin jafn galin og hlægileg og í­slenski herinn á sí­num tí­ma. Allt þetta hlýtur að opna augu manna fyrir því­ að Björn Bjarnason er stórhættulegur maður. Mér dettur í­ hug að best væri að útvega honum bandarí­skan rí­kisborgararétt og koma honum í­ Senatið. Það virðist vera samkoma að hans skapi. Raunhæfara væri samt lí­klega að útvega honum notalegt kontórstarf hjá Friðargæslu Sameinuðu Þjóðanna. Þá gerir hann ekki lengur óskunda hér á klakanum og hver veit nema hann fái fallegan einkennisbúning sem hann getur skrýðst í­ heimsóknum til Afganistan. Ég legg samt til að Björn fái bara svona byssu með rauðum tappa í­ hlaupinu sem í­ heyrist klikk þegar þrýst er á gikkinn svo hann valdi engum alvarlegum skaða.

Formúluröfl

Mikið var nú óskemmtilegt að horfa á formúluna í­ dag. Fyrir utan að MacLarenbí­larnir væru báðir klesstir út úr keppninni í­ fyrstu beygju þá náðu Ferrarimenn fyrstu tveimur sætunum. Það var hins vegar lí­ka ýmislegt skemmtilegt við keppnina. Trulli kom skemmtilega á óvart, það hefði verið gaman að sjá Ralf ná að klára (hann var búinn að koma sér í­ góða stöðu), Coulthard stóð sig vel þó kynnafí­f… þekkti ekki munin á honum og Liuzzi og hélt að Roseberg hefði verið að reyna að fara fram úr DC þegar það var Liuzzi sem náði að skjótast snilldarlega fram fyrir Roseberg.
Þrátt fyrir þetta þá held ég að Renault nái að sigra þetta og að enginn nái að slá MacLaren úr þriðja sætinu. Vonandi gengur bara betur á næsta ári.
Það er til marks um að sumarið sé komið í­ hámark þegar túristarnir fara að stoppa mann á kvöldgöngunni til að spyrja til vegar. Það er helst að þeir rati ekki á Hótel Eddu og villist hingað inn í­ Innbæ.

Ógöngur fréttaþorstans

Núna eru nokkrir dagar sí­ðan ég kom heim frá Englandi. Jú, það var voðalega gaman en ég ætla samt ekkert að blogga um það. Það tók nákvæmlega þrjá daga að fara í­ gegnum Fréttablaðsbunkan og komast í­ takt við í­slenskan samfélagsvanda á nýjan leik. Ég tek það fram að ég hafði það ekki að aðalstarfi að lesa Fréttablaðið heldur blaðaði í­ gegnum þau eftir hentugleika. í vélinni á leiðinni heim lét ég til leiðast að kaupa Morgunblaðið vegna fréttaþorsta af klakanum. Það eina sem ég græddi á því­ var að það rifjaðist upp fyrir mér hvers vegna ég hætti að lesa það sorprit til að byrja með. Hvernig hægt er að halda úti dagblaði á Íslandi sem er helgað gevonsku og ofsóknaræði eins manns og fá u.þ.b. helming þjóðarinnar til að kaupa það er mér hulin ráðgáta. Ekki það að Fréttablaðið virðist vera að fara sömu leið samkvæmt nýjustu fréttum. Fjölmiðlalög löngu orðin óþörf því­ það er búið að gelda alla fjölmiðla á Íslandi.
Dagur er í­ æfingarbúðum fyrir siglingarmenn í­ Hrí­sey og í­ dag fór fjölskyldan þangað í­ heimsókn. Kom þá ekki bara í­ ljós að í­ Hrí­sey var verið að halda kræklingahátí­ð (eða bláskelshátí­ð). Þar var gstum og gangandi boðið upp á öðusalat, reykt bláskeljarpaté, soðna og grillaða bláskel og eina þá allra bestu sjávarréttasúpu sem ég hef bragðað og allt í­ boði Norðurskeljar (eins og mig minnir að fyrirtækið heiti). Enda maturinn eldaður af matreiðslumeisturum Friðriks V. sem er ví­st einn fí­nasti staðurinn á Akureyri að því­ er mér er sagt.
Ég lofa því­ ekki að bloggið fari á fleygiferð næstu daga. Ég kom heim á óðinsdaginn og er fyrst að blogga núna svo ekki virkar sumarfrí­ið hvetjandi á bloggskrif. Við sjáum bara til.