Það er merkilegt þegar áhugaverðasta lesefnið í Fréttablaðinu eru Bónusauglýsingarnar. Enn sem komið er hafa allir flokkar á Alþingi tekið hugmyndum formanns matvælaverðsnefndarinnar fálega nema Samfylkingin. Össur sagði þó í einhverjum pistli að hann myndi aldrei samþykkja að fella niður tolla á sælgæti og aðra óhollustu, einhvern frmstæðismann heyrði ég segja að það væri fáránlegt …
Monthly Archives: júlí 2006
Sannanir vísindanna
Mikið leiðist mér þegar menn fara að tala um að vísindin hafi ekki sannað eitt eða annað. Þessarar tilhneigingar gætir helst meðal manna sem efast um þróunarkenningu Darwins og benda á að hún sé „bara“ kenning. Þetta eru menn sem myndu reyna að sanna vísindalegar kenningar frekar en afsanna þær. Ef svona maður væri beðinn …
Formaðurinn – stjörnuleit
Varla var ég fyrr búinn að skrifa síðustu bloggfærslu en Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra og formannswannabe lýsti því yfir að hér á landi hafi ekki verið rekin stóriðjustefna síðustu 3 ár. Til að byrja með leit út fyrir að hann myndi komast upp með þessa fullyrðingu en hún lyktar frekar af því að hafa verið búin …
Stóriðjustefnan og Björn Bjarnason
Ég las í Fréttablaðinu að umhverfisráðherra er hlynntur stækkun á friðlandinu í Þjórsárverum. Fyrrverandi umhverfisráðherra mun vera það líka. í útvarpinu var leitt líkum að því að innan skamms yrði þetta meirihlutaviðhorf í ríkisstjórninni og því fyrirsjáanlegt að friðlandið yrði stækkað og þar með útilokað að Norlingaölduvirkjun yrði nokkurn tíman reist. Ég er að klára …
Formúluröfl
Mikið var nú óskemmtilegt að horfa á formúluna í dag. Fyrir utan að MacLarenbílarnir væru báðir klesstir út úr keppninni í fyrstu beygju þá náðu Ferrarimenn fyrstu tveimur sætunum. Það var hins vegar líka ýmislegt skemmtilegt við keppnina. Trulli kom skemmtilega á óvart, það hefði verið gaman að sjá Ralf ná að klára (hann var …
Ógöngur fréttaþorstans
Núna eru nokkrir dagar síðan ég kom heim frá Englandi. Jú, það var voðalega gaman en ég ætla samt ekkert að blogga um það. Það tók nákvæmlega þrjá daga að fara í gegnum Fréttablaðsbunkan og komast í takt við íslenskan samfélagsvanda á nýjan leik. Ég tek það fram að ég hafði það ekki að aðalstarfi …