Ég verð bara að tengja á þetta. Þetta er akkúrat það sama og ég hef haldið fram í þessari umræðu undanfarin ár.
Monthly Archives: október 2006
Tollheimtumenn og farísear 2
Ef menn hafa sem sagt þá skoðun að grunnskólakennarar eigi ekki að fá launahækkun, af hvaða ástæðum sem það er, t.d. einfaldlega vegna þess að menn tíma ekki að borga þau eða geta það ekki og þyrftu þá að viðurkenna að flutningur grunnskólanna til sveitarfélaganna á sínum tíma var mistök, þá eiga menn einfaldlega að …
Tollheimtumenn og farísear
Ég kippi mér yfirleitt ekki upp við að að menn séu ekki sammála mér. Sérstaklega ekki ef þeir geta fært rök fyrir máli sínu og hafa einfaldlega aðra skoðun eða lífssýn en ég. Hins vegar þykir mér vont þegar menn eru ekki tilbúnir til að viðurkenna raunverulegar skoðanir sínar og fela sig á bak við …
Mýrin
Ég var að koma úr bíó. Við hjónakornin skruppum saman á Mýrina og vorum á leiðinni að rifja upp hvenær við fórum síðast saman í bíó. Hvorugt okkar mundi það. Mýrin er hins vegar þokkaleg mynd. Hún er hins vegar ekki það meistaraverk sem mér heyrast allir vera að tala um. Vissulega góð mynd og …
Slæmu fréttirnar
Fréttirnar sem ég fékk á mánudaginn og svo nánari útskýringu á í gær birtast í nýju fréttabréfi FG og hljóta því að teljast opinberar núna. Þær hljóma svona: Eins og kunnugt er hafa Launanefnd sveitarfélaganna (LN) og Félag grunnskólakennara (FG) verið að ræða efni greinar 16.1. í kjarasamningi aðila. Vert er að minna á að …
fimm sinnum fimm
Ég fékk fréttir í gær og nánari útskýringar í dag sem ollu mér töluverðum vangaveltum. Aðallega um mína eigin framtíð en líka um eðli þess samfélags sem við búum í. í ljósi þess að best er að segja sem fæst í reiði ætla ég að bíða með að fjalla nánar um þessar fréttir en í staðinn …
Þrír garpar
Garpur 1 er Geir H. Haarde. Hann hefur vaxið gífurlega í áliti hjá mér og var það þó ekki lítið áður. Geir hafði á sér það orð að vera heiðarleikinn uppmálaður og eini sjálfstæðismaðurinn sem andstæðingarnir treystu. Nú má kannski bæta við það, og sem samflokksmenn vantreysta. Það er nefnilega komið í ljós að Geir …
Óvönduð fréttamennska
Hvað ætli Hagkaup á Akureyri selji mörg tonn af vínberjum á ári? Þau hljóta að vera a.m.k. 600 ef þetta eina vínber sem menn stinga upp í sig þegar þeir eru að velja sér klasa gera 6 tonn yfir árið!
Orðhengilsháttur
Nú á það víst að vera orðinn orðhengilsháttur og klisja að ræða um „nýtingu“ auðlinda. Með því að nota orðið nýting er maður víst nefnilega að ásaka þá sem eru ekki sammála manni um að vilja ekki nýta auðlindirnar. Þetta er álíka gáfulegt og að mega ekki nota orðið menntun þegar er verið að ræða …
Fyrstu einkunnirnar
Fyrir nokkru fór ég í fyrsta prófið sem ég hef farið í í lengri tíma. Það var um kenningar í opinberri stjórnsýslu. Gífurlegt lesefni en prófið var svo mun einfaldara en ég átti von á. Engar gildrur eða kvikindislegar spurningar. Ég gat meira að segja flett nokkrum vafaatriðum upp og í lokin voru það ekki …