Þá er uppstilling Sjálfstæðisflokks í Norðvesturkjördæmi ljós og engin stórtíðindi þar á ferð. í prófkjöri Framsóknarmanna eru það hins vegar tíðindi að Kristinn H. Gunnarsson hlaut einungis 3. sætið. Hvort það verður Framsókn til blessunar eða skaða í kjördæminu er erfitt að segja. Framboðslisti Samfylkingarinnar er hálf dauflegur og ekki von á öðru en að Jón Bjarna leiði hjá VG og Guðjón Arnar hjá Frjálslyndum.
Annars gæti verið von á spennandi úrslitum í þessu kjördæmi þar sem Framsókn virðist missa fylgi og þingmönnum fækkar um einn. Allir flokkar fá líklega a.m.k. 1 þingmann (þá eru komnir fimm), Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fá a.m.k. tvo (þá eru komnir sjö). Svo er líklegt að Sjálfstæðisflokkur nái þremur, þetta hefur verið mjög sterkt kjördæmi fyrir þá (þá eru komnir 8), en hver fær síðasta þingmanninn? Ná VG, Frjálslyndir eða Framsókn tveimur eða bætir Samfylking við sig þriðja manni? Eins og staðan er núna finnast mér Frjálaslyndir líklegastir.
Ég hef það á tilfinningunni að allir sem eru komnir yfir áttrætt séu flámæltir.