Mánaðarskipt færslusafn fyrir: desember 2006

Af hverju Vinstri-grænir ættu ekki að styðja ferðamennsku

í gær, og raunar einhvern tí­man áður, hef ég látið í­ ljós þá skoðun að ferðamennska sem atvinnustarfsemi falli ekki að stefnu Vinsti-græns framboðs og einnig að ég sé ekki hrifinn af henni sjálfur. Samt hef ég gaman af því­ að vera ferðamaður. Þrátt fyrir þessa skoðun mí­na er ég ekki Vinstri-grænn heldur finnst mér einungis nauðsynlegt að benda þeim sem formæla álversstækkunum og -byggingum og virkjunarframkvæmdum á að vilji þeir vera samkvæmir sjálfum sér verða þeir einnig að vera á móti ferðamennsku (sem ég er og er þar af leiðandi lí­ka andsnúinn virkjunaráformum og stóriðjustefnu).

Fyrir þessu eru einkum tvennar ástæður. í fyrsta lagi hafa Vinstri-grænir lagt mikla áherslu á að fjölga störfum sem kalla á mikla menntun, s.k. hálaunastörf sem krefjast fagmenntunar. í ferðamennsku er lí­tið um svona störf og hlutfallslega minna en í­ öðrum atvinnugreinumd, sbr. Although there are fewer professional jobs than in other sectors, opportunities do exist for poeple with particular skills such as chefs. Það eru s.s. störf sem krefjast fagmenntunar, t.d. störf leiðsögumanna, en þau eru færri en í­ öðrum greinum (t.d. iðnaði). í öllum heiminum starfa um 7% mannaflans með beinum hætti við ferðamennsku. Þegar bætt er við afleiddum störfum hækkar þessi prósenta og sé litið til þess að í­ stórum hluta heimsins er skipulögð ferðamennska annað hvort mjög lí­til eða ekki til staðar hlýtur að vera hægt að draga þá ályktun að á Vesturlöndum sé þetta hlutfall hærra. Ef stjórnvöld leggja áherslu á ferðamennsku sem atvinnugrein og reyna með virkum hætti að auka veg hennar má gera því­ í­ skóna að hlutfallið hækki jafnvel meir. Þannig mundi rí­kisstjórnin beinlí­nis ýta fólki út í­ atvinnugrein þar sem láglaunastörf sem krefjast lí­tillar menntunar eru mun stærra hlutfall en í­ öðrum atvinnugreinum. í Ungverjalandi eru 7,8% þeirra sem vinna við ferðamennsku með háskólagráðu. Ég fann ekki tölur um aðra atvinnustarfsemi eða tölur frá öðrum löndum af einhverri ástæðu. Hins vegar má lesa á Wikipediu að á Vesturlöndum stundi allt að 50% fólks nám á háskólastigi einhvern tí­man á ævinni.

í öðru lagi gefa Vinstri-grænir sig út fyrir að vera umhverfisverndarflokklur. Samt er erfitt að í­mynda sér atvinnustarfsemi sem hefur ví­ðtækari umhverfisáhrif en ferðamennska. Samkvæmt United Nations Environmental Programme (UNEP) hefur ferðamennska einkum áhrif á þrennt; náttúruauðlindir (einkum vatnsforða), mengun og náttúrurask. Um þetta má lesa í­ þessari grein. Ferðamenn ganga mjög nærri auðlindum þeirra landa sem þeir heimsækja og þá sérstaklega í­ löndum þar sem vatnsskortur er viðvarandi. Stór hluti auðlinda jarðarinnar fer lí­ka í­ ferðamennsku og þá einkum olí­a sem er ekki einungis notuð til að knýa flugvélar, skip, lestir og rútur heldur er einnig notuð í­ framleiðslu hvers konar varnings sem svo er seldur ferðamönnum eða notaður í­ tengslum við ferðamennsku, s.s. bakkar undir flugvélamat o.s.frv. Ætla má að mikið mætti vinna í­ því­ að varðveita auðlindir jarðarinnar með því­ að berjast gegn ferðamennsku. Hins vegar má ætla að ferðamaðurinn myndi menga jafn mikið heima hjá sér og annarsstaðar en staðreyndin er sú að svo er ekki. Stór hluti mengunarinnar stafar frá því­ að koma ferðamanninum á milli staða en einnig af öllum þeim umbúðum sem fylgja ferðamönnum, veitingasölu o.s.frv. Sí­ðasta atriðið snýr svo að því­ að beinasta leiðin til að eyðileggja náttúruundur er að heimila aðgang ferðamanna að þeim. Sumar perlur veraldarinnar hafa nú verið lokaðar af til að varðveita þær eða aðgangur takmarkaður, s.s. við Sonehange og Taj Mahal. Edward Goldsmith er virtur vistfræðingur og stofnandi tí­maritsins The Ecologist. Hann hefur skrifað mjög fróðlega grein um mengun af völdum ferðamennsku sem ég hvet fólk til að lesa ef það vill fræðast meira um þessi mál.

Ég held því­ áfram að koma af fjöllum þegar ég heyri talsmenn Vinstri-grænna halda áfram að lofsyngja ferðamennsku því­ í­ mí­num eyrum er lí­till sem enginn munur á henni og stóriðju og þetta hljómar svipað og grænmetisætan sem dýrkar nautasteik. Sjálfur er ég bæði andsnúinn ferðamennsku og stóriðju en hef gaman af því­ að vera ferðamaður og get ekki hugsað mér lí­fið án afurða stóriðju. Það er því­ lí­klega nauðsyn í­ þessu eins og öðru að finna hinn gullna meðalveg.

Jólablogg

Núna er orðið mjög langt sí­ðan ég skrifaði sí­ðast, enda búið að vera nóg að gera. Eftir að ég kláraði verkefnin fyrir Hí þá kom að prófunum í­ Giljaskóla. Þeim lauk mánudaginn 18. og með mikilli yfirsetu náði ég að skila einkunnum á litlu-jólunum 20. Þ.e. nema þar sem eitthvað námsmat er eftir í­ fyrstu vikunni eftir jól því­ annarskil hjá okkur eru ekki fyrr en 12. janúar.

Núna fer lí­ka að draga til tí­ðinda í­ kjaramálum grunnskólakennara. 12. janúar er fundur hjá FG þar sem ákvörðun verður tekin um það hvort einhver grundvöllur sé fyrir að halda viðræðum áfram um endurskoðun launaliðarins. Það er fyndið að heyra sveitarstjórnarmenn tala með hástemmdum rómi um mikilvægi menntunar og lýsa yfir vilja til að ræða um skólamál og -stefnu við kennara en um leið og kemur að kjaramálum afsala þeir sér allri ábyrgð til LN. Þá koma skólarnir þeim allt í­ einu ekkert við lengur.

Hins vegar voru jólin mjög fí­n. Ég fékk allt sem ég hafði óskað mér í­ jólagjöf og er þegar búinn að lesa tvær af bókunum sem ég fékk, þ.e. Hannes, nóttin er blá mamma og Thud. Ég fékk lí­ka flotta skyrtu og bindi, kodda, obsession rakspí­ra, þráðlausan sí­ma og Leonardo og Co spilið. Jólin eru svo búin að lí­ða hjá með áti, lestri og útsofelsi. Dásamlegt.

Ég ætlaði að taka mér blogghlé yfir hátí­ðirnar en ég get eiginlega ekki orða bundist vegna umræðu um hvalveiðar, ferðamennsku, sölu landbúnaðarafurða á Bandarí­kjamarkað o.s.frv.  Ég hef lýst því­ yfir áður að ég er andví­gur ferðamennsku og mér finnst óskiljanlegt að VG sé það ekki lí­ka þar sem vandfundinn er atvinnustarfsemi sem mengar meira og gengur nær landinu. (Þrátt fyrir þetta hef ég gaman af því­ að vera ferðamaður). Auk þess eru flest störf við ferðamennsku illa launuð og krefjast eingöngu lágmarks menntunar. Þrátt fyrir það fyndist mér slæmt ef hvalveiðar hefðu þau áhrif að ferðamönnum til Íslands fækkaði. Málið er bara að það er ekkert sem bendir til þess að það sé að gerast. Núna er sagt að hvalveiðarnar hafi áhrif á sölu landbúnaðarafurða í­ Bandarí­kjunum. Það er gott. útflutningsskylda á landbúnað á Íslandi er mikill dragbí­tur og verðmæti afurðanna er smávægilegt. Þar að auki fæst mun lægra verð erlendis en hérlendis fyrir þær. Það væri mikil blessun ef útlendingar hættu að kaupa í­slenskar landbúnaðarafurðir og í­slenskir neytendur þyrftu þar af leiðandi ekki lengur að niðurgreiða þær ofan í­ þá. Allar þessar afleiðingar hvalveiða (sem þó eru aðeins mögulegar, engin hefur átt sér stað enn) eru því­ í­ mí­num huga ákaflega jákvæðar. Á hitt ber að benda í­ þessu samhengi að sú þjóð sem mest veiðir af hvölum eru Bandarí­kjamenn og spurning hvort ekki ætti að reyna að benda hvalavinum á það.

Læt þetta nægja að sinni. BBíB.

Haustönn lokið

í gær laust eftir tvö ýtti ég á send takkann í­ tölvupóstinum mí­num og sendi sí­ðasta verkefnið í­ MPA-náminu fyrir jól. Þetta hefur gengið ágætlega hjá mér og þær einkunnir sem ég hef fengið hafa verið á bilinu 8 – 9,5. Ég er búinn að fá allar einkunnirnar mí­nar í­ Almannatengslunum (9, 9,5 og 9) og mér reiknast til að ég sé með 9,2 í­ lokaeinkunn þar. Ég er búinn að fá tvær einkunnir (af fjórum) í­ Opinberri stjórnsýslu (9,2 og 8,5-9), reyndar átta ég mig ekki á því­ hvað átt er við með 8,5-9. Ég meina hvort er það? Svo er ég búinn að fá tvær einkunnir af fjórum í­ Mannauðsstjórnuninni (8 og 9).

í gær átti ég að skila þremur verkefnum, tveimur 20% verkefnum í­ Mannauðsstjórnun (annað kláraði ég á laugardaginn og hitt á óðinsdag) og 40% verkefni í­ Opinberri stjórnsýslu. Ég las undir það um helgina, gerði efnisgrind á mánadag og las aðeins meiraá týsdag, kláraði svo lesturinn og skrifaði upp heimildalista og einhverjar tilvitnanir á óðinsdag. Á þórsdagskvöld var því­ sest niður og hafist handa við að skrifa. Það gekk erfiðlega framan af og ég átti erfitt með að koma frá mér skipulegum texta um þær breytingar sem hafa orðið á rekstrarformi opinberrar stjórnunar á seinustu áratugum. Ekki skánaði það þegar ég fór að skrifa um umboðskeðjuna en kaflanir um muninn á nýskipan í­ rí­kisreksri og netstjórnun og um áhrif mismunandi rekstrarforma á markmið gengu vel. Klukkan var því­ orðin 7 um morguninn þegar ég lagði lokahönd á verkefnið með því­ að láta forritið búa til efnisyfirlit fyrir mig.

Þá fór ég í­ vinnuna, sat yfir tveimur prófum og útbjó próf fyrir mánadaginn, las verkefnið yfir aftur, leiðrétti nokkrar villur og ýtti svo á send. Þá kom yfir mig einhver yndisleg tilfinning. Eftir margra vikna álag var þessu lokið og það hafði meira að segja gengið nokkuð vel. Ég ákvað því­ að taka ekki eitt einasta próf eða verkefni með mér heim yfir helgina til að fara yfir heldur fara í­ almennilegt helgarfrí­.

Eftir að ég var búinn að kaupa inn, redda jólasveinabúningi fyrir Dag og koma bí­lnum til Gullu, var haldið til Ólafsfjarðar á árlegan jólakortafund BKNE. Þá skrifum við jólakort til allra trúnaðarmanna og þeirra sem hafa verið að vinna fyrir félagið eða með okkur á árinu sem er að lí­ða. Bjarkey, sem rekur pizzastað  á Ólafsfirði, bauð upp á pizzur sem voru frábærar, með miklu áleggi og miklum osti. Ég kom því­ heim um það bil klukkan hálf ní­u og viti menn, konur og tröll, það var einhver óeirð í­ mér og ég gat ekki farið beint að sofa. Eftir klukkutí­ma var ég búinn að jafna mig á spennufallinu og deginum og fór í­ rúmið.

Konan mí­n segir mér að ég hafi hrotið hátt og mikið seinustu nótt.

Þessi ummæli af Múrnum eru eins og töluð úr mí­nu hjarta: Nú eru vanhugsuð og heimskuleg ummæli presta ekkert nýmæli í­ í­slenskri þjóðmálaumræðu.

Annar er það að frétta að ég var að klára seinna verkefni í­ 2. hluta mannauðsstjórnunarinnar, þ.e. þriðja verkefninu í­ þeim áfanga, þó ég þurfi lí­klega að stytta það um eina til tvær blaðsí­ður áður en ég skila því­. Dagbókarskrifin ganga einnig vonum framar hjá mér. Þessu verður því­ hvoru tveggja skilað 15. desember. Á fimmtudaginn hitti ég tvo samnemendur mí­na í­ MPA náminu hér á Akureyri á smá fundi um stóra verkefnið í­ opinberu stjórnsýslunni og ég er ekki frá því­ nema það hafi opnast aðeins fyrir mér hvernig ég gæti tekið á því­ verkefni og hvaða lesefni væri hentugt fyrir mig að byggja á. Því­ verkefni á einnig að skila 15. des svo það er ekki seinna vænna en að hefja lesturinn strax … á morgun!

Slæm útreið karla

Þegar konum gengur illa í­ prófkjörum heyrast gjarnan ramakvein um slæma útreið, að prófkjör henti konum illa, séu hliðhollari körlum o.s.frv. Meira að segja hef ég heyrt minnst á kvenfyrirlitningu í­ þessu samhengi. Flestir flokkar hafa brugðist við þessu með einhvers konar kynjakvótum. Þó að þeir séu oft á því­ formi að tryggja öðru kyninu væntanlegt varaþingmannssæti en ekki s.k. öruggt sæti er það þó viðleitni í­ rétta átt. í prófkjöri Samfylkingarinnar fyrir bæjarstjórnarkosningarnar sí­ðasta vor lentu konur í­ sætum 2 – 4 og þurfti þá að færa konuna í­ 4. sæti niður og karlinn í­ 5. sæti upp vegna þessara kynjakvóta. Það var í­ fyrsta skipti sem ég hef heyrt að kynjakvóta hafi verið beitt vegna og hás hlutfalls kvenna.

í prófkjöri VG á höfuðborgarsvæðinu fengu karlar slæma útreið þrátt fyrir að hafa verið stór hluti frambjóðenda. Ungar konur stóðu sig hins vegar mjög vel og af efstu 6 eru ví­st 4 konur. Þetta þýðir að á einum listanum verða konur í­ efstu tveimur sætunum. Ekkert við það að athuga nema að reglur VG um fléttulista eiga að koma í­ veg fyrir slí­kt. Það þarf sem sagt kona að ví­kja fyrir karli vegna kynjakvótaregla VG. Nú ber því­ hins vegar við að karlinn sem um ræðir neitar að taka sætið af konunni og uppstillingarnefndin segist ekki viss um að hún muni taka mið af þessum reglum. Myndi það gerast ef úrslitin hefðu verið á hinn veginn?

Sjálfum þykir mér mikilvægt að rétta hlut kvenna á þingi og það er augljóst að aðrir flokkar og önnur kjördæmi munu ekki gera það en þá á lí­ka að hafa regluna þannig að hún gildi bara um konur þangað til búið er að ná því­ markmiði að þær séu eðlilegur hluti alþingismanna (40 – 60%). Annars verða menn að fara eftir þeim reglum sem þeir hafa sett sér eins og Samfylkingin á Akureyri gerði fyrir sí­ðustu bæjarstjórnarkosningar.

Að gefa fólki rými

Ég les sums staðar að Össur sé að herja á Ingibjörgu Sólrúnu formann Samfylkingarinnar og gefi henni ekki nægt rými. Þetta finnst mér alveg stórmerkilegur málflutningur. Ég verð ekki var við það að þó aðrir þingmenn segi skoðun sí­na eða haldi úti bloggsí­ðum séu þeir ásakaðir um að gefa formanninum ekki nægilegt rými. Þetta virðist lí­ka bundið við Samfylkinguna. Enginn sakar Ögmund Jónasson um að gefa Stengrí­mi J. ekki nægilegt rými. Þegar Björn Bjarnason bloggar fer enginn að tala um að hann veiti Geir H. Haarde ekki nægt rými.

Eftir að hafa velt þessu fyrir mér í­ svolitla stund er ég farinn að hallast að því­ að þarna sé um ákveðna karlrembu að ræða. Þ.e. Ingibjörg þarf rými frá öðrum þingmönnum til að tjá sig vegna þess að hún er kona. Össur skyggir á hana vegna þess að hún er kona en Björn og Ögmundur skyggja ekki á sí­na formenn vegna þess að þeir eru karlar.

Kannski á þessi grunur minn um það að þetta sé bara karlremba ekki við rök að styðjast þar sem aðrir þingmenn Samfylkingarinnar virðast mega tjá sig eins og þeir vilja án þess að þeir séu að takmarka rými Ingibjargar. Þetta er þessvegna kannski frekar einhverjir Össurarfordómar, eða tengt því­ að hann er náttúrulega fyrrverandi formaður. Fyrrverandi formenn annarra flokka eru hins vegar hættir í­ pólití­k (nema auðvitað Daví­ð).

Erum við hér kannski að komast að nýjum sannleika í­ í­slenskum stjórnmálum, þ.e. að fyrrverandi formenn verði að hætta í­ pólití­k því­ annars skyggja þeir á nýjan formann með því­ að halda áfram að tjá sig og taka þátt. Er meira mark takandi á fyrrverandi formönnum en núverandi? Eitthvað hlýtur að hafa valdið þvi að þeim var skipt út?

Sjálfur hef ég enga trú á því­ að Ingibjörg Sólrún láti einn eða neinn takmarka rými sitt og segi ekki bara nákvæmlega það sem hún vill. Allt þetta tal um að Össur sé ekki að gefa henni nægjanlegt rými virkar þannig mjög lí­tilsvirðandi fyrir hana.