Markmið mí­n í­ námi á komandi vetri

Þrátt fyrir að mér hafi gengið ágætlega í­ náminu fyrir jól (enn er þó ekki komin einkunn úr mannauðsstjórnuninni) eru ákveðin atriði sem mér finnst að ég þurfi að taka mig á í­ á vorönninni (það er mjög flott að skrifa á í­ á og flokkast væntanlega sem ao., ao. og fs.).

  1. Að geyma ekki að horfa á alla fyrirlestra vikunnar fram á helgi heldur reyna að horfa á þá samdægurs eða helst ekki seinna en degi eftir að þeir koma á netið.
  2. Að lesa a.m.k. klukkutí­ma til tvo á hverju kvöldi í­ stað þess að liggja yfir lesefni klukkustundum saman þegar verið er að vinna verkefni.
  3. Að hefjast handa við að skipuleggja verkefni skriflega um leið og þau eru sett fyrir í­ stað þess að hugsa þau fram og til baka dögum saman án þess að setja nokkuð niður á blað.

Mér sýnist að með því­ að framfylgja þessum markmiðum ætti námið að geta gengið betur fyrir sig en fyrir jól og ég ætti ekki að lenda í­ eins miklum törnum. Hitt er svo spurning hvort ég ætti að fara að senda kennurum í­ mannauðsstjórnun tölvupóst og spyrjast fyrir um einkunnir eða hvort ég eigi að bí­ða eitthvað lengur eftir að þeir skili þessu af eigin hvötum? (13)