Þrátt fyrir að ég reyndist sannspár um prófkjör Framsóknarmanna í Suðurkjördæmi þá virðist spádómsgáfa mín ekki jafn traust þegar kemur að handbolta. Íslenska landsliðið gerði sér sem sagt lítið fyrir (ekki að þeir hafi ekki lagt sig alla fram) og vann Frakka. Því átti ég alls ekki von á.
Raunar minnir íslenska landsliðið mig dálítið á suma nemendur mína sem eiga það til að brillera og skila þvílíkt framúrskarandi árángri á einstaka prófi eða verkefni að maður bókstaflega undrast snillina en klúðra svo stuttu síðar (eða áður) einhverju sem manni þótti harla einfalt.
En, til hamingju Ísland.